Hin fullkomna brönsbaka

Bakan hentar vel í bröns-boð með mímósmum og salati.
Bakan hentar vel í bröns-boð með mímósmum og salati. Mbl.is/Tobba Marinós

Það getur verið dulítil kúnst að gera góða bökuskel og því brugðum við á það ráð að leita til Sirrý í Salt eldhúsi sem er sannkallaður bökumeistari. Hún laumaði að okkur frábærri uppskrift að franskri böku og leyniráðum sem tryggja góðan árangur.

Bökuráð Sirrýjar

Rúllið deigið út á hveitistráðu borði. Ef þið lendið í vandræðum og deigið molnar allt í sundur er það líklega búið að bíða of lengi í kæli. Ef erfitt er að móta kringlótta köku og hún festist við borðið er deigið sennilega ekki búið að kólna nóg í kæliskápnum, þarna er bara að æfa sig.  Rúllið deigið alltaf út frá miðjunni og snúið því nokkrum sinnum á meðan.

Ef þið treystið ykkur ekki til að rúlla deigið út með kökukefli er hægt að kæla deigið vel eða frysta það smástund, rífa það niður á grófu rifjárn og jafna því síðan í formið.

Quiche Lorraine – beikonbaka

Þessa böku þekkja margir en hún er frá borginni Nancy sem er í Norðaustur-Frakklandi. Hér er uppskriftin í upprunalegri mynd, einföld, með stökkum botni og yndislegri eggjafyllingu.  

220 g hveiti
örlítið salt
160 g kalt smjör í bitum
1 eggjarauða
2 msk. ískalt vatn 

Hitið ofninn í 180°C. Lagið deig eins og útskýrt er að ofan. Forbakið bökuskelina í 10-15 mín. Munið að pikka með gaffli í botninn svo hann lyfti sér ekki.  

Fylling: 

2 msk. smjör
300 g beikon í bitum
2 ½ dl rjómi eða rjómabland
3 egg
nýmalaður pipar
múskat á hnífsoddi

Bræðið smjör á pönnu og steikið beikonteningana þar til þeir eru brúnaðir. Þerrið þá á pappír. Pískið saman rjóma og egg þar til það er vel samlagað. Bætið pipar og múskati í.

Setjið beikonið í forbakaða bökuskelina og hellið rjómablöndunni yfir. Bakið í 30 mín. eða þar til fylling er stíf. Berið fram strax. Má frysta og þá er gott að hita upp við 100°C í 15 mín. áður en borið er fram.  

Sirrý útbýr degið eftir kúnstarinnar reglum.
Sirrý útbýr degið eftir kúnstarinnar reglum. mbl.is/TM
Stökk bökuskel er lykillinn.
Stökk bökuskel er lykillinn. mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert