Döðlupestó Öldu einkaþjálfara

Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu
Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu mbl.is/Kristinn Magnússon

Alda María Inga­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur og þjálf­ari í Hreyf­ingu laumaði að okk­ur þess­ari góðu pestóupp­skrift sem hent­ar ákaf­lega vel á vefj­ur, brauð, í kjúk­linga­rétt eða sem sal­at­dress­ingu séu enn meiri olíu blandað við. Al­gjört dúnd­ur!

Döðlupestó Öldu einkaþjálfara

Vista Prenta

Döðlu­pestó

1 krukka sólþurrkaðir tóm­at­ar (ca 300 gr krukk­an með olíu)
1 krukka stein­laus­ar svart­ar ólíf­ur (ca 100 gr ólíf­ur)
10 stór­ar og mjúk­ar döðlur
2 hvít­lauksrif
1,5 dl kasjúhnet­ur
1,5 dl kletta­sal­at

Hella ol­í­unni af sólþurrkuðu tómöt­un­um og vatn­inu af ólíf­un­um. Skera döðlurn­ar og taka stein­ana úr þeim. Rífa niður tvö hvít­lauksrif. Annaðhvort saxa þetta allt með hníf og hræra sam­an i skál eða skella því í mat­vinnslu­vél. Passa bara að mauka það ekki al­veg ef ætl­un­in er að halda í þessa grófu áferð. Saxa kletta­sal­at og kasjúhnet­ur í grófa bita og bæta út í skál­ina. Hræra allt vel sam­an. Gott er að bæta við nær­ing­ar­geri og hræra sam­an við en það gef­ur keim af osta­bragði. Einnig má bæta við feta­osti.

Gott er að leyfa pestó­inu að standa í kæli í smá tíma áður en það er borið fram, leyfa bragðinu að há­marka sig. Pestóið má bera fram með brauðsneið, hrökk­brauði, baka það á þunn­um pizza­botni eða jafn­vel hræra soðin egg sam­an við.

Virkilega gott pestó.
Virki­lega gott pestó. mbl.is/​Krist­inn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert