Ostabomba yfirkokksins á Grillinu

Kookur - Grillið
Kookur - Grillið Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Það er eng­inn ann­ar en Sig­urður Krist­inn Lauf­dal Har­alds­son, yfir­kokk­ur á Grill­inu, sem sér um Fimm eða færri þessa vik­una. Hrafn­kell Sig­ríðar­son, yfir­kokk­ur á MAT BAR, skoraði á hann.

Hér gef­ur að líta dá­lítið flippaðan rétt sem á eft­ir að æra gest­ina í næstu sam­komu en sjálf­ur seg­ir Sig­urður Krist­inn að þetta sé „pínu­lítið öðru­vísi út­færsla á hvít­myglu­osti sem all­ir ættu að ráða við og slær von­andi í gegn í ostapar­tí­um lands­ins“. Við ef­umst eigi og spá­um því að þessi upp­skrift verði vin­sæl í sauma­klúbb­um lands­ins.

Sig­urður Krist­inn skor­ar á Þráin Frey Vikt­ors­son, yfir­kokk og eig­anda SUMAC, og það verður spenn­andi að sjá hvað hann reiðir fram.

Ostabomba yfirkokksins á Grillinu

Vista Prenta
Steikt­ur hvít­myglu­ost­ur og hun­ang
  • 1 stk hvít­myglu­ost­ur að eig­in vali (ég notaði ca­m­em­bert)
  • 1 msk hun­ang
  • meðlæti að eig­in vali svo sem sulta, steikt brauð, hnet­ur, fræ

Aðferð:

  1. Nokkuð mik­il­vægt er að vera með góða teflon­pönnu og reynið að velja ost sem er mjúk­ur frek­ar en harður.
  2. Neðsta lagið á ost­in­um er skorið þunnt af, pann­an er hituð vel og hliðin sem skorið var af leggst á pönn­una.
  3. Ost­ur­inn byrj­ar að bráðna yfir pönn­una og eft­ir 1-3 mín. mynd­ast stökk skorpa. Takið ost­inn af með spaða og setjið á disk. Útkom­an á að vera gott kröst á ost­in­um og mjúk­ur botn (eins og sést á mynd).
  4. Notaðu það meðlæti sem þú vilt, t.d. steikt súr­deigs­brauð, rabarbara- eða rifs­berja­sult­una frá sein­asta sumri eða hvað sem kem­ur upp í hug­ann. Við á Grill­inu ber­um þenn­an rétt fram með ís­lensku hun­angi og trufflu-croiss­ant og ríf­um síðan fersk­ar truffl­ur frá Ítal­íu yfir ost­inn.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, yfirkokkur á Grillinu.
Sig­urður Krist­inn Lauf­dal Har­alds­son, yfir­kokk­ur á Grill­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert