Einhyrningar í aðalhlutverki í átta ára afmæli
- 1 1/2 bolli sykur
- 1 3/4 bollar hveiti
- 6 egg (aðskilin)
- börkur af 2 mandarínum (rifinn)
- 2 msk mandarínusafi
- 2 tsk vanilludropar
- smá salt
Smjörkrem (fyrir bæði bollakökur og einhyrningsköku)
- 500 g mjúkt smjör
- 1 kg flórsykur
- 200 g hvítt súkkulaði (brætt)
- 2 tsk vanilludropar
- 3-4 msk mjólk eða rjómi
Aðferð:
-
Takið til tvö form sem eru sirka 18 sentímetrar að stærð, klæðið botnana með smjörpappír og smyrjið formin vel með olíu. Hitið síðan ofninn í 180°C.
-
Byrjið á því að aðskilja eggin og stífþeyta eggjahvíturnar í tandurhreinni skál.
-
Hrærið síðan eggjarauðum saman við sykur og vanilludropa þar til blandan er orðin þykk og rjómakennd.
-
Blandið þá mandarínuberki og -safa saman við. Blandið síðan hveiti og salti varlega saman við með sleif eða sleikju.
-
Þá blandið þið eggjahvítunum varlega saman við hveitiblönduna með sleif eða sleikju. Hér er einnig hægt að bæta við kökuskrauti, sirka einum bolla, til að gera kökuna enn litríkari.
-
Deilið deiginu á milli formanna tveggja og bakið í um 40-45 mínútur. Kakan er síðan skreytt með smjörkreminu hér fyrir neðan. Einhyrningshornið bjó ég til úr sykurmassa. Það er gert með því að rúlla lengju sem er þykk á öðrum endanum en þynnist svo smátt og smátt. Lengjan er síðan vafin upp á prik, en ég vafði mína upp á ágætlega þykkt grillspjót. Ég málaði síðan hornið með gullglassúr sem ég keypti tilbúinn í Hagkaupum. Augun gerði ég með svörtum glassúr úr eggjahvítum og flórsykri.
Smjörkrem (fyrir bæði bollakökur og einhyrningsköku)
-
Þeytið smjörið í 4-5 mínútur og bætið síðan flórsykrinum saman við.
-
Bræðið súkkulaðið og blandið því saman við, sem og vanilludropunum. Mjólk eða rjóma er síðan bætt við ef kremið er of þykkt. Með þessu er síðan skreytt eins og vindurinn!