Fljótlegt buff í sparifötunum

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir, sem er með mat­ar­vef­inn Gul­ur, rauður, grænn & salt, grgs.is, gaf fljót­lega upp­skrift að buffi. Upp­skrift­in er úr nýrri bók GRGS sem er sam­nefnd vefn­um og inni­held­ur bók­in ein­fald­ar og fljót­leg­ar upp­skrift­ir eins og þessa sem tek­ur aðeins 15 mín­út­ur að gera.

Þetta buff er svo sann­ar­lega í spari­föt­un­um. Gott krydd og vín­berjasósa gera þenn­an ein­falda hvers­dags­mat að veislu­mat, seg­ir hún.

Fljótlegt buff í sparifötunum

Vista Prenta

Rós­marín­buff í vín­berjasósu

  • 450 g nauta­hakk
  • 2 msk rós­marín
  • 1 msk estragon
  • hnífsodd­ur chili­f­lög­ur
  • salt og pip­ar
  • 1 msk ólífu­olía
  • 2 rauðlauk­ar, smátt skorn­ir
  • 1 hvít­lauksrif, pressað
  • 300 g vín­ber, skor­in í tvennt
  • 250 ml rjómi

Aðferð:

  1. Mótið hakkið í buff og kryddið með salti og pip­ar. Blandið rós­maríni, estragoni og chili­f­lög­um sam­an við og nuddið helm­ingn­um af blönd­unni á buff­in. Geymið hinn helm­ing­inn.
  2. Setjið olíu á pönnu og brúnið kjötið. Takið af pönn­unni og setjið til hliðar. Steikið lauk­inn á sömu pönnu og bætið hvít­lauk, vín­berj­um og af­gang­in­um af krydd­blönd­unni sam­an við. Steikið í 2-3 mín­út­ur. Bætið rjóma sam­an við og hitið að suðu. Setjið kjötið út í og látið malla við væg­an hita. Smakkið til með salti og pip­ar.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka