Morgunmatur ómótstæðilegu Önnu

Anna Eiríksdóttir þjálfari heldur úti heimasíðunni annaeiriks.is.
Anna Eiríksdóttir þjálfari heldur úti heimasíðunni annaeiriks.is. mbl.is/Saga Sig

Lík­ams­rækt­ar­hetj­an Anna Ei­ríks­dótt­ir deildi þess­ari upp­skrift á síðu sinni í gær en hún seg­ir graut­inn vera í miklu upp­á­haldi á sínu heim­ili.

„Þessi graut­ur er dá­sam­leg út­gáfa af hafra­graut og í raun­inni jafn­góður kald­ur dag­inn eft­ir. Hafra­graut­ur er saðsam­ur og gef­ur góða orku fyr­ir dag­inn og því varla hægt að byrja dag­inn bet­ur.  Ég fékk hug­mynd­ina að þess­um graut frá ómót­stæðilegu Ellu (Deliciously Ella) sem mér finnst alltaf með svo girni­leg­ar og holl­ar upp­skrift­ir. “

Girnilegur kókosgrautur.
Girni­leg­ur kó­kos­graut­ur. mbl.is/​TM

Morgunmatur ómótstæðilegu Önnu

Vista Prenta

Inni­hald:

1 dl haframjöl

2 dl kó­kos­mjólk í fernu

1 tsk. kó­kosol­ía

1/​3 bolli kó­kos­mjöl 

1/​3 bolli hakkaðar möndl­ur

Akasíu­hun­ang og ber

Aðferð:

Setjið haframjöl og kó­kos­mjólk­ina og pott og sjóðið við væg­an hita í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til graut­ur­inn hef­ur þykknað. Blandið kó­kosol­í­unni, kó­kos­mjöl­inu og hökkuðu möndl­un­um sam­an við og hrærið öllu vel sam­an.

Anna Eiríksdóttir er ofurhetja sem hefur komið ófáum kroppum í …
Anna Ei­ríks­dótt­ir er of­ur­hetja sem hef­ur komið ófá­um kropp­um í form. mbl.is/​Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert