Lasagna sem er auðvelt að gera vegan

mbl.is/Albert eldar

Meist­ari Al­bert Ei­ríks­son seg­ir að fyrsti mat­ur­inn sem hafi verið eldaður á heim­il­inu eft­ir að stór­hátíðarofát­inu lauk hafi verið þetta spínat-lasagna. Hann seg­ir að auðvelt sé að breyta rétt­in­um í veg­an-rétt með því að sleppa ost­in­um ofan á og hafa ein­ung­is kó­kos­mjöl.

Hann er upp­full­ur af góðum ráðum og seg­ir að með þessu spínat-lasagna sé upp­lagt að bera fram gott sal­at. Einnig sé gott að setja hvít­lauks- eða chili-olíu yfir áður en formið er sett á borðið.

Lasagna sem er auðvelt að gera vegan

Vista Prenta

Spínatla­sagna

  • 1 bolli góð matarol­ía
  • 1 stór lauk­ur
  • 4-5 hvít­lauks­geir­ar
  • 500 g kart­öfl­ur
  • 3-400 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • 600 g frosið spínat
  • 1½ msk. cumm­in
  • 1 tsk. múskat
  • 1 tsk. kórí­and­er
  • salt og pip­ar
  • smá chili
  • lasagna-plöt­ur
  • kó­kos­mjöl
  • rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar en kælið þær ekki. Saxið lauk­inn og steikið í ol­í­unni ásamt hvít­lauk. Setjið frosið spínat sam­an við. Gróf­merjið kart­öfl­urn­ar og látið út í. Kryddið með múskati, cumm­in, salti, pip­ar, chili og blandið vel sam­an. Spínatið á að þiðna al­veg í pott­in­um og losna í sund­ur.
  2. Afhýðið sætu kart­öfl­urn­ar og skerið í þunn­ar sneiðar.
  3. Setjið í eld­fast form með lasagne-plöt­um og sætu kart­öfl­un­um á milli. Dreifið kó­kos­mjöli og rifn­um osti yfir og bakið í um 40 mín. á 150°C
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert