Eplakaka með pekanhnetum og strákskratta

Kakan kláraðist hratt og örugglega.
Kakan kláraðist hratt og örugglega. mbl.is/TM

Það er eitt­hvað svo nota­legt við heima­bakað og góða bók í því leiðin­lega veðri sem geisað hef­ur síðustu viku. Einn sunnu­dag­inn í janú­ar skellti ég í þessa epla­köku handa heim­il­is­fólk­inu sem fór svo ákaf­lega vel með hús­lestr­in­um, Emil í Katt­holti. Strákskratt­inn og eplakak­an hittu í mark, á meðan storm­ur­inn gekk yfir gleymd­um við öllu ver­ald­legu veseni, þeytt­um rjóma og kveikt­um á kert­um.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég baka úr döðlusykri (fæst m.a. í Nettó) en hann inni­held­ur 330 hita­ein­ing­ar (he.) í 100 gr. auk trefja á meðan hefðbund­inn syk­ur er ein­ung­is kol­vetni og inni­held­ur 400 he. í 100 gr.

Eplakaka með pekanhnetum og strákskratta

Vista Prenta

Eplakaka með pek­an­hnet­um og strákskratta

  • 125 g döðlusyk­ur (má nota venju­leg­an)
  • 125 g smjör – við stofu­hita
  • 100 g hveiti 
  • 25 g haframjöl 
  • 2 egg
  • 3 msk. eplasafi 
  • 2 tsk. kanil 
  • 1 tsk. vanilla (duft eða drop­ar)
  • 1/​2 tsk. lyfti­duft 
  • 1 stórt epli 
  • 50 g rús­ín­ur 
  • 50 g pek­an­hnet­ur


Hrærið syk­ur­inn og smjörið vel sam­an. Því næst fara egg­in, hveitið, haframjöl og saf­inn sam­an við. Hærið sam­an og bætið svo 1 msk. af kanil og vanillu sam­an við. 

Smyrjið eld­fast mót eða köku­mót og smyrjið deig­inu í. At­hugið deigið er mjög þykkt. 
Stráið rús­ín­um og pek­an­hnet­um yfir. Flysjið epli og skerið í nokkuð þunn­ar sneiðar. Raðið eplasneiðunum yfir og sáldrið kaniln­um yfir. 

Bakið í 30 mín­út­ur við 180 gráður eða þar til hægt er að stinga prjón í kök­una og hann kem­ur þurr út. Berið fram með rjóma eða vanilluís. 

Kakan er nokkuð þétt og blaut í sér og er …
Kak­an er nokkuð þétt og blaut í sér og er ekki síðri köld með kaffi­bolla dag­inn eft­ir. mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert