Quesadillas með pestó, fetaosti og parmaskinku

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Sunnu­dags­mat­ur­inn er mögu­lega mik­il­væg­asta máltíð vik­unn­ar en þá er helg­in senn á enda og von­andi spenn­andi vika fram und­an. Flest vilj­um við hafa eitt­hvað góm­sætt í mat­inn sem krefst ekki of mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar, all­ir elska og fer vel með mitt­is­málið.

Svava Gunn­ars­dótt­ir á Ljúf­meti er flest­um flinkari þegar kem­ur að góm­sæt­um mat en þessi dá­sam­lega upp­skrift er ein­mitt úr henn­ar smiðju. Sjálf seg­ir hún um rétt­inn:

„Sá rétt­ur sem ég gríp hvað oft­ast til þegar ég er hug­myndasnauð varðandi kvöld­mat eru qu­es­a­dillas. Mér þykja þær alltaf slá í gegn. Þess­ar gerði ég um síðustu helgi og bar fram með buffalo-kjúk­lingi og gráðostasósu (ég veiiiit, furðuleg sam­setn­ing af kvöld­verði) því ég var ekki viss um hvort qu­es­a­dill­urn­ar myndu falla í kramið hjá krökk­un­um, þar sem fyll­ing­in var ólík því sem þau eru vön. Það voru óþarfa áhyggj­ur því þau mokuðu þeim í sig! Ég bar qu­es­a­dill­urn­ar fram með tacosósu en það er í raun al­gjör óþarfi því þær eru æðis­leg­ar ein­ar og sér. Sjálfri þykja mér þær fara vel með vínglasi um helg­ar (og án tacosósu), bæði sem for­rétt­ur eða létt máltíð.“

Quesadillas með pestó, fetaosti og parmaskinku

Vista Prenta

Qu­es­a­dillas með pestó, feta­osti og parma­skinku

  • tortilla­kök­ur
  • grænt pestó
  • feta­ost­ur
  • par­mesanost­ur
  • fersk basilika
  • ferskt chili
  • parma­skinka

Smyrjið tortilla­köku með pestói. Setjið feta­ost, par­mesanost, ferska basiliku, hakkað chili (sleppið fræj­un­um ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt) og parma­skinku yfir helm­ing­inn og brjótið svo tortilla­kök­una sam­an, þannig að hún myndi hálf­mána. Steikið á pönnu á báðum hliðum og þrýstið aðeins á tortill­una svo ost­ur­inn bráðni.

Skerið í sneiðar og berið fram.

mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert