Ljúffengur lax á sumarlegu salati sem inniheldur lítið af kolvetnum en mikið magn vítamína, próteina og hollrar fitu. Dressingin er svo algjört dúndur. Þennan rétt gæti ég borðað vikulega með bros á vör. Sé boðið upp á herlegheitin er ekki verra að hafa ávaxtaríkt hvítvínsglas með.
Sumarlegt laxasalat
fyrir 4
800 g lax eða bleikja
1/3 tsk Chilliexploision - krydd í kvörn og fæst í flestum matvöruverslunum
2 msk Dukkah krydd og hnetublanda. Fæst í Krydd og tehúsinu og fiskverslunum.
1 tsk Hunang
1/2 tsk Salt
1/2 sítróna
200 g spínat
1 mangó
3 stönglar vorlaukur
1 rauð paprika
2 msk Salthnetur eða pistasíur
2 msk granateplafræ (má sleppa)
Setjið laxinn í eldfast mót og dreifið dukkah yfi, chillíkryddi, salti og hunangi. Raðið sítrónu sneiðum ofan á. Bakið í ofni með gufustillingu ef mögulegt í 20 mínútur á 150 gráðum.
Skolið spínatið og dreifið í skál. Skerið papriku, vorlauk og mangó og bætið saman við. Granatfræin fara svo saman við og ristaðar hnetur. Þegar laxinn er tilbúinn fer hann ofan á salatið og sósunni er helt yfir. Guðdómlegt!
Dressing:
2 msk olifuolía
1 msk sesamolía
2 msk ferskt kóríander
1 msk ferskt engifer, rifið á rifjárni
1/2 msk hunang
- allt sett í krukku og krukkan hrist.