Lax með hnetutrylling, mangó og kóríandersósu

Þetta laxasalat er virkilega hollt og grenjandi gott.
Þetta laxasalat er virkilega hollt og grenjandi gott. mbl.is/TM

Ljúf­feng­ur lax á sum­ar­legu sal­ati sem inni­held­ur lítið af kol­vetn­um en mikið magn víta­mína, próteina og hollr­ar fitu. Dress­ing­in er svo al­gjört dúnd­ur. Þenn­an rétt gæti ég borðað viku­lega með bros á vör. Sé boðið upp á her­leg­heit­in er ekki verra að hafa ávaxta­ríkt hvít­víns­glas með.

Lax með hnetutrylling, mangó og kóríandersósu

Vista Prenta

Sum­ar­legt laxa­sal­at
fyr­ir 4 

800 g lax eða bleikja
1/​3 tsk Chilliexploisi­on - krydd í kvörn og fæst í flest­um mat­vöru­versl­un­um
2 msk Dukkah krydd og hnetu­blanda. Fæst í Krydd og tehús­inu og fisk­versl­un­um.
1 tsk Hun­ang
1/​2 tsk Salt
1/​2 sítr­óna

200 g spínat
1 mangó
3 stöngl­ar vor­lauk­ur
1 rauð paprika
2 msk Salt­hnet­ur eða pist­así­ur
2 msk granatepla­fræ (má sleppa)

Setjið lax­inn í eld­fast mót og dreifið dukkah yfi, chillíkryddi, salti og hun­angi. Raðið sítr­ónu sneiðum ofan á. Bakið í ofni með gufustill­ingu ef mögu­legt í 20 mín­út­ur á 150 gráðum.

Skolið spínatið og dreifið í skál. Skerið papriku, vor­lauk og mangó og bætið sam­an við. Granatfræ­in fara svo sam­an við og ristaðar hnet­ur. Þegar lax­inn er til­bú­inn fer hann ofan á sal­atið og sós­unni er helt yfir. Guðdóm­legt!

Dress­ing:
2 msk olifu­olía
1 msk ses­a­mol­ía
2 msk ferskt kórí­and­er
1 msk ferskt engi­fer, rifið á rif­járni
1/​2 msk hun­ang

- allt sett í krukku og krukk­an hrist. 

Kallt hvítvín með ávaxtakeim hentar ákaflega vel með. Ég valdi …
Kallt hvít­vín með ávaxta­keim hent­ar ákaf­lega vel með. Ég valdi ítla­skt vín með peru­keim en besta ráðið er að lesa sér til um vínið á litla miðanum hliðin á verðinu í Vín­búðinni. Ekki kaupa alltaf sama vínið þó það sé gott - hugsaðu frek­ar um að para vínið við hrá­efnið svo það njóti sín. mbl.is/​TM
Fallegur kvöldverður gerir lífið skemmtilegra.
Fal­leg­ur kvöld­verður ger­ir lífið skemmti­legra. MBL.IS/​tm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert