Morgunverður fyrir upptekna

Gríska bomban getur vel farið í krukku!
Gríska bomban getur vel farið í krukku! mbl.is/TM

Það eru ekki allir sem hafa tíma til þess að setjast niður í ró og næði til að borða morgunverð hvað þá að útbúa máltíð á morgnana. Hér koma krukkurnar sterkar inn en þá er morgunverðurinn settur í krukku kvöldið áður og honum svo kippt með um morguninn. Það besta við krukkurnar er að þær geta hangsað í veskinu eða milli sætanna í bílnum án þess að hellast út um allt. 

Krukkur eru snilld fyrir upptekið fólk.
Krukkur eru snilld fyrir upptekið fólk.

Hér koma hugmyndir að góðum krukkumorgunverðum

Nr 1. Kaldur krukkugrautur
Kaldur hafragrautur með eplum og kanil. Þessi hljómar kannski ekkert rosalega vel en jafnvel þeir sem hata hafragraut hafa viðurkennt dálæti á þessari uppskrift. 

1,5 dl hafr­ar 
3 dl mjólk  ég nota syk­ur­lausa hrís- og möndl­umjólk sem er nátt­úru­lega sæt
1/​2 lítið líf­rænt sætt epli, skorið í ten­inga 
1/​2 tsk. kanill
Salt á hnífsoddi 
4-5 val­hnet­ur, möndl­ur eða pek­an­hnet­ur, saxaðar gróft
1 tsk. hör­fræ

Ekki er verra að setja tsk. af heslihnetusmjöri ef þú vilt taka loftköst af gúmmelaðigleði.  


Setjið allt gúm­melaðið í krukku, hristið og geymið í kæli yfir nótt. Stund­um geri ég graut fyr­ir 2 daga í einu. Epl­in halda sér merki­lega vel.

Nr 2. Gríska bomban 
Þessi klikkar aldrei! 

2 dl grískt jógúrt 
1 dl frosin hindber 
1 dl granateplakjarnar
1 tsk. hunang eða sykurlaus hindberjasulta 
1 dl granóla 

Setjið jógúrtið neðst, svo berin og granateplakjarnana, hunang og loks granólað. Smellið í kæli um kvöld. Krukkan er í lagi í alla vega 2 daga.

Nr 3. Græna þruman
Það má vel gera hollan þeyting um kvöld og smella honum í krukkur handa heimilisfólkinu til að drekka í morgunsárið. Þá er krukkan geymd í kæli og hrist áður en úr henni er drukkið.

2 dl frosið mangó
1/2 vel þroskaður banani
½ epli eða pera
2 lúkur spínat (má vera frosið)
2 cm ferskt engifer
1 msk. sítrónusafi ef vill
2 dl vatn
2 dl epla- og engifersafi
2 döðlur

Allt sett í blandara með klaka og blandað uns kekkjalaust. Geymst í sólahring í kæli.





Græna þruman er virkilega hressandi.
Græna þruman er virkilega hressandi. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka