Stefna að því að opna eftir mánuð

Meðal annars fór fram hópfjármögnun á Karolina Fund og nú …
Meðal annars fór fram hópfjármögnun á Karolina Fund og nú hyllir í opnun því samkvæmt þremenningunum er stefnt að opnun eftir mánuð eða svo. mbl.is/ómar sverrisson

Nú þegar veganú­ar er senn á enda standa marg­ir eft­ir í hálf­gerðu tóma­rúmi og því ekki úr vegi að for­vitn­ast um hvað sé að frétta af veit­ingastaðum Vega­næs sem þau Linn­ea Hell­stöm, Krummi Björg­vins­son og Örn Töns­berg eru að opna. 

Þre­menn­ing­arn­ir eru öll veg­an og mjög svo skap­andi ein­stak­ling­ar. Vega­næs verður fyrsti veit­ingastaður­inn sinn­ar teg­und­ar sem bygg­ir að grunni á grimmd­ar­lausri stefnu.

„Þannig get­um við verið hluti af þeirri breyt­ingu sem við sjá­um, veitt vett­vang fyr­ir stækk­andi veg­an sam­fé­lagi á Íslandi og boðið upp á grimmd­ar­laus­an mat og næs stemn­ingu fyr­ir alla. Við von­um að við get­um hvatt fólk til að kynna sér veg­an lífs­stíl þegar það sér hversu gott, auðvelt og skemmti­legt það get­ur verið,“ segja þre­menn­ing­arn­ir en Vega­næs verður staðsett­ur inn af Gaukn­um. Linn­ea hef­ur getið sér gott orð sem galdra­kona í eld­hús­inu og hef­ur meðal ann­ars starfað á Vinyl og Gló.

„Við verðum staðsett inn af Gaukn­um sem að okk­ar mati er besti tón­leik­astaður bæj­ar­ins. Sam­an höf­um við vega­næsað bar­inn, svo nú getið þið notið veg­an vína, bjóra, anda og kokteila. Ef við not­um hann ekki all­an í elda­mensk­una þá bjóðum við auðvitað upp á Vík­ing, okk­ar fyrsta val af veg­an bjór á Íslandi,“ seg­ir Linn­ea og deil­ir hér upp­skrift af bjórdrifn­um veg­an upp­skrift­um.

Stefna að því að opna eftir mánuð

Vista Prenta

Bjórdeigs smá­borg­ar­ar í bjór­brauði með Stout BBQ sósu og IPA hrásal­ati 

“Bóndi” brauðboll­ur

  • 2 flösk­ur Bóndi
  • 1 bréf þurr­ger (12 gr)
  • 1 kg hveiti
  • 2 msk aga­ve sýróp
  • 2 msk sjáv­ar­salt

Leysið gerið upp í einni flösku af bjórn­um í stórri skál, hrærið sýróp­inu sam­an við og leggið til hliðar

Í ann­arri skál, blandið megn­inu af hveit­inu við saltið, ró­lega bætið við bjór­blönd­unni auk seinni bjórs­ins, um leið og þið hrærið svo úr verði klístrað deig. Bætið við rest­inni af hveit­inu eft­ir þörf þar til deigið verður þétt. Hnoðið í 5-7 mín­út­ur (3-5 ef not­ast er við vél).

Leyfið deig­inu af hef­ast und­ir röku hand­klæði á hlýj­um stað í u.þ.b. 40 mín­út­ur.

Losið um loft­ból­ur með því að hnoða deigið lít­il­lega. Mótið boll­ur, bagu­ette eða hleif. Deigið ætti að duga í 8 nokkuð stór­ar boll­ur. Raðið á olía­borið eld­fast fat eða mót. Hvílið í 40 mín­út­ur á meðan ofn­inn hitn­ar.

Bak­ist við 220 gráður í 20-25 mín­út­ur, fylg­ist vel með þeim eft­ir 18 mín­út­ur. Bankið létt í þær, ef þær hljóma hol­ar þá eru þær til­bún­ar.

Steikt­ir smá­borg­ar­ar í bjórdeigi
Smá­borg­ar­ar

  • 2/​3 flaska Bóndi
  • 1 kubb­ur af tófúi
  • 1/​2 rif­inn hvít­lauk­ur
  • 2 msk soya-sósa
  • 2 msk aga­ve sýróp
  • 1 msk fljót­andi reyk­ur (liquid smoke) - val­frjálst
  • 1 msk hrís­grjóna edik
  • 1 msk ses­am olía
  • börk­ur og safi úr einni límónu

-Sneiðið tófúið nokkuð þykkt (gætuð náð 8 sneiðum úr kubb), frystið það yfir nótt og afþýðið svo fyr­ir mat­reiðslu. Þessi aðferð bæt­ir áferðina og sér til þess að það drekk­ur mar­in­er­ing­una bet­ur í sig. Einnig er hægt að pressa tófúið ef tími er knapp­ur. Það er gert með því að vefja tófú­inu létt í eld­húspapp­ír, raða því flötu og leyfa ein­hverju þungu að liggja ofaná því í um 20 mín­út­ur.

-Hrærið sam­an rest­inni af hrá­efn­un­um í krukku eða box, þekjið tófúið með blönd­unni og leyfið að liggja í minnst eina klukku­stund.

Bjórdeig

  • 1 flaska Vík­ing Gyllt­ur
  • 2,5 - 3 dl hveiti

-Hrærið sam­an hrá­efn­un­um, bætið við hveiti eft­ir þörf. Þykkt­in ætti að vera á við pönnu­köku­deig. 

Þurr­blanda

  • 1 dl maísmjöl
  • 1 dl Pan­ko brauðmylsna
  • 1 tsk lauk­duft
  • 1 tsk hvít­lauks­duft
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1 tsk þurr stein­selja
  • Salt og pip­ar
  • Olía til steik­ing­ar

Blandið öllu á bakka eða djúp­an disk, hagræðið krydd­um eft­ir smekk.

Hitið olíu á pönnu eða í djúp­steik­ingarpotti.

Þekið tófúsneiðarn­ar í deig­inu og veltið þeim svo upp úr þurr­blönd­unni.

Komið þeim var­færn­is­lega fyr­ir á pönn­unni, ekki of marg­ar í einu. Steikið í u.þ.b. 1,5 mín­út­ur á hvorri hlið.

Leyfið þeim að kólna á eld­húspapp­ír.

Stout BBQ sósa

  • 1 flaska Vík­ing Stout
  • 1 dl tóm­atsósa
  • 1/​2 dl epla edik
  • 1/​3 dl soya sósa
  • 1/​2 dl púður­syk­ur
  • 2 msk tóm­at pu­rée
  • 3 msk Sriracha, eða önn­ur sterk sósa
  • 1/​2 tsk reykt paprika
  • 1/​2 tsk paprika
  • 1/​2 rif­inn hvít­lauk­ur
  • 2 sm rif­inn engi­fer
  • 2 msk maísmjöl blandað með 2 tsk af vatni
  • 1 msk ólífu olía
  • Salt og pip­ar

Hitið ol­í­una við miðlungs hita og steikið hvít­lauk­inn og engi­fer í nokkr­ar mín­út­ur, hellið síðan bjórn­um yfir. Bætið við rest­inni af hrá­efn­un­um. Bætið við krydd­um af vild.

Að lok­um bætið þið maísmjöl­inu sam­an við og náið upp ró­legri suðu. Leyfið sós­unni að þykkna á meðan þið hrærið ró­lega í nokkr­ar mín­út­ur. Hella má sós­unni í krukk­ur en hún ætti að geym­ast í kæli í allt að þrjár vik­ur.

App­el­sínu hrásal­at

  • 1/​3 flaska Bóndi
  • 1/​3 hvít­káls­haus
  • 1/​2 púrru­lauk­ur
  • 3 gul­ræt­ur
  • 1 dl veg­an mayo­nes
  • 2 msk Dijon sinn­ep
  • 1 msk sætt sinn­ep
  • 2 msk syk­ur
  • 1 msk epla edik
  • 1/​2 tsk sell­e­rí salt
  • 1 tsk sinn­eps­duft
  • Börk­ur, safi og saxað ald­in af 1/​2 app­el­sínu
  • 1 rif­inn hvít­lauk­ur
  • 1/​2 rauður chili
  • 1/​2 grænn chili

Hrærið sam­an bjór og mayo­nesi ásamt sinn­epi, app­el­sínu­berki, sykri, ed­iki og krydd­um. Skerið hvít­kálið og púrru­lauk­inn í þunna strimla, rífið niður gul­ræt­urn­ar.

Blandið öllu sam­an í skál.

Sal­atið bragðast jafn­vel bet­ur ef því er leyft að hvíla yfir nótt í kæli.

Sam­setn­ing:

  1. Skerið brauðboll­urn­ar í tvennt
  2. Setjið veg­lega af hrásal­at­inu á neðri helm­ing brauðboll­una, ofaná þá kem­ur smá­borg­ari, eða tveir á þá er gott að setja súr­ar gúrk­ur.
  3. Hellið Stout BBQ sós­unni yfir, og öðrum sós­um ef þið svo kjósið.
  4. Lokið borg­ar­an­um með efri helm­ingi brauðboll­unn­ar.
  5. Varla þarf að taka það fram ef þessi rétt­ur fer virki­lega vel með bjór! Skál og verði ykk­ur að góðu!
mbl.is/​Vega­næs
mbl.is/​Vega­næs
,„Að veg­an­væða er að taka fyr­ir mat sem er ekki …
,„Að veg­an­væða er að taka fyr­ir mat sem er ekki veg­an og gera hann að veg­an-mat. Vega­næs stend­ur fyr­ir næsta skref á sömu nót­um, að gera veg­an-fæði að veg­an-æði," segja þre­menn­ing­arn­ir. Mynd/​Vega­næs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert