Mexíkóveisla fyrir bragðlaukana

mbl.is/Svava Gunnars

Hver er ekki í skapi fyr­ir ein­fald­an og góðan kjúk­linga­rétt sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Mexí­kó í kvöld?

Svava Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit á þessa upp­skrift sem hún seg­ist hafa borið fram með mangósalsa, guaca­mole, sýrðum rjóma, salsa, heitri ostasósu, sal­ati, tortill­um og svörtu do­ritos. Hún hafi ein­fald­lega húrrað öllu á borðið og síðan hafi hver og einn sett mat­inn sam­an eft­ir smekk. Dag­inn eft­ir hafi hún svo gert sér sal­at úr af­gang­in­um.

Mexí­kó­veisla fyr­ir bragðlauk­ana

Vista Prenta

Kjúk­lingafajitas

Ég bar kjúk­ling­inn fram með mangósalsa, guaca­mole, sýrðum rjóma, salsa, heitri ostasósu, sal­ati, tortill­um og svörtu do­ritos. Það var ein­fald­lega öllu húrrað á borðið og síðan setti hver og einn mat­inn sam­an eft­ir smekk. Dag­inn eft­ir gerði ég mér sal­at úr af­gang­in­um. Svo gott!

  • 1 kg kjúk­linga­bring­ur
  • 1,5 msk. or­egano
  • 1,5 msk. kúm­in (ath. ekki kúmen)
  • 1 msk. kóri­and­er
  • 1/​2 msk. túr­merik
  • 3 hvít­lauksrif
  • safi úr 1 lime
  • 1/​3 dl rap­sol­ía

Skerið kjúk­ling­inn í bita og pressið hvít­lauksrif­in. Blandið öllu sam­an og látið mar­in­er­ast í um klukku­stund (ef tími gefst). Dreifið úr kjúk­lingn­um yfir ofnskúffu og setjið í 175° heit­an ofn í um 8 mín­út­ur, eða þar til kjúk­ling­ur­inn er eldaður í gegn. Það má líka steikja kjúk­ling­inn á pönnu, þá er kjúk­ling­ur­inn sett­ur beint á heita pönn­una og hann steikt­ur upp úr ol­í­unni í mar­in­er­ing­unni.

Mangósalsa:

  • 1 ferskt mangó
  • 1 rauð paprika
  • safi úr 1/​2 lime
  • ferskt kóri­and­er

Skerið mangó og papriku í bita og blandið öllu sam­an.

Guaca­mole:

  • 1 avo­ka­dó
  • 1/​2 rautt chili (fjar­lægið fræ­in)
  • 1 hvít­lauksrif
  • cay­anne-pip­ar
  • sítr­ónusafi

Stappið avo­ka­dó, fín­hakkið chili og pressið hvít­lauksrif. Blandið sam­an og smakkið til með cay­anne-pip­ar og sítr­ónusafa.

mbl.is/​Svava Gunn­ars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert