„Það hrósuðu allir matnum,“ sagði Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt, um þennan dásemdarrétt sem virðist falla í kramið hjá öllum aldurshópum. Og meira biðjum við ekki um.
Taco pasta
Fyrir 4-6
- 1-2 msk. ólífuolía
- 1 laukur, saxaður
- 2-3 hvítlauksrif, söxuð
- 500 g nautahakk
- 1 poki (4-5 msk.) tacokrydd
- 1 dós (400 g) tómatar, saxaðir eða maukaðir
- 2 msk. tómatpúrra
- 7 dl vatn
- 400 g farfalle pasta
- rifinn mozzarella
- nachos
Aðferð:
- Steikið lauk og hvítlauk í olíu í stórum potti. Bætið nautahakkinu saman við og steikið.
- Setjið tacokryddið saman við ásamt tómötum, tómatpúrru og vatni. Kryddið með salti og pipar.
- Setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í 20 mínútur.
- Bætið pastanu út í og sjóðið þar til pastað er tilbúið. Bætið við vatni ef þörf er á.
- Setjið í skálar og toppið með rifnum mozzarellaosti og muldu nachos.