Einföldustu lambaskankar í heimi

mbl.is

Ert þú einn af þeim sem mikl­ar fyr­ir þér að elda lambaskanka? Þá erum við með gleðifregn­ir því hér kem­ur skot­held upp­skrift að sjúk­lega góðum skönk­um og höf­und­ur upp­skift­ar­inn­ar er eng­inn ann­ar en Sig­urður Ágústs­son, yfir­kokk­ur á Silfru.

Upp­skrift­in er hluti af hinni geysi­vin­sælu upp­skriftaröð Fimm eða færri og ætl­ar Sig­urður að skora á Haf­stein Ólafs­son, yf­ir­mat­reiðslu­mann á ÓX.

Einföldustu lambaskankar í heimi

Vista Prenta

Hæg­eldaður lambaskanki

Lambaskanki

  • 4 stk. lambaskank­ar
  • 2 stk. lamba­ten­ing­ur
  • 2 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • 5 stk. svört pip­ar­korn
  • 1 stk. lár­viðarlauf
  • 400 ml rauðvín
  • Vatn

Skank­arn­ir eru sett­ir í eld­fast mót og brúnaðir í 230°C heit­um ofni í 15 mín­út­ur. Lambaskank­arn­ir eru síðan sett­ir í pott ásamt rauðvíni og vatni, þannig að það fljóti nán­ast yfir skank­ana, lok sett á pott­inn og hann sett­ur inn í 80°C heit­an ofn í 12 klukku­stund­ir.

Rauðvínssósa

  • Soðið af skönk­un­um
  • 50 gr. smjör
  • Salt

Soðið af skönk­un­um er sigtað, fært yfir í ann­an pott, og soðið niður þangað til um það bil 200 ml eru eft­ir. Síðan er köldu smjöri, sem skorið hef­ur verið í ten­inga, bætt út í soðið smám sam­an. Mik­il­vægt er að hræra stöðugt í sós­unni á meðan verið er að bæta smjör­inu út í hana. Þegar allt smjörið er komið sam­an við soðið er sós­an til­bú­in og ekk­ert eft­ir nema að smakka hana til og bæta salti í hana eft­ir þörf­um.

Blóm­kál

  • Blóm­káls­haus
  • Olía
  • Salt

Snyrtið blóm­káls­haus­inn, nuddið hann með olíu, stáið salti yfir hann og bakið hann síðan við 180°C í 25 mín­út­ur.

Vor­lauk­ur

  • Vor­lauk­ur
  • Olía
  • Salt

Vor­lauk­ur­inn er steikt­ur á pönnu í 5 mín­út­ur með olíu og salti.

Sigurður Ágústsson, yfirmatreiðslumaður á Silfra.
Sig­urður Ágústs­son, yf­ir­mat­reiðslumaður á Silfra. mbl.is/​aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert