Karamellubollur með Baileys-rjóma og Daim-kurli

mbl.is/

Það er ekki annað hægt en að tryll­ast yfir úr­val­inu sem í boði er og hug­mynda­auðginni. Hér gef­ur að líta kara­mellu­boll­ur með Bai­leys-rjóma og til að toppa her­leg­heit­in er Daim-kurl sett ofan á súkkulaðið sem boll­an er hjúpuð með. Þessi á pottþétt eft­ir að slá í gegn!

Það skal tekið fram að þetta er hug­mynd að út­færslu en ekki til­bú­in bolla út í búð. Baka­rí­in verða þó með frá­bært úr­val um helg­ina og á við setj­um inn upp­skrift að vatns­deigi að vörmu.

Karamellubollur með Baileys-rjóma og Daim-kurli

Vista Prenta

Kara­mellu­boll­ur

  • 2,5 dl rjómi
  • 1,5 dl nýmjólk
  • 1 dl Bailey´s-lí­kjör
  • 1 pakki ROYAL-kara­mellu­búðing­ur
  • Daim-kurl
  • Rjómasúkkulaði
  • Smá sletta í viðbót af Bailey´s
  • Rjómi


Mjólk, rjóma og Bai­leys blandað sam­an, búðings­duftið þeytt sam­an við. Látið stífna

Bræðið rjómasúkkulaðið með smá slettu af lí­kjörn­um og smá auka rjóma til að gera þykka súkkulaðisósu.

Skerið boll­una í sund­ur. Sprautið búðingi á botn­inn og stráið nokkr­um Daim-kúl­um yfir. Lokið boll­unni og smyrjið súkkulaðisós­unni yfir. Skreytið með Daim.

Þegar hluta af mjólk­inni er skipt út fyr­ir rjóma verður búðing­ur­inn enn þá þykk­ari og með því að skipta þessu al­veg til helm­inga fáum við búðing sem minn­ir hvað helst á frómas. Við mæl­um ein­mitt sér­stak­lega með að prufa þessa fyll­ingu líka í tert­ur og á pönnu­kök­urn­ar eða vöffl­urn­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert