Uppskrift að vatnsdeigsbollum

Bollur eru bestar!
Bollur eru bestar! Styrmir Kári

Það er tölu­verð kúnst að gera vatns­deigs­boll­ur eins og und­ir­rituð get­ur vitnað um en eitt árið gerði ég þrjár mis­heppnaðar til­raun­ir áður en ein­hver kom mér til bjarg­ar.

Lyk­il­atriðið er að fylgja leiðbein­ing­un­um í einu og öllu og bíða með allt „free-style“ þar til þú hef­ur öðlast vald á upp­skrift­inni.

Þessi upp­skrift kem­ur frá Thelmu Þor­bergs sem blogg­ar inn á Gott í Mat­inn. Ef að Thelma ber ábyrgð á upp­skrift­inn má gæðavotta hana og gott bet­ur.

Það ætti því eng­inn að klikka á vatns­deigs­boll­un­um í ár.

Upp­skrift að vatns­deigs­boll­um

Vista Prenta

Vatns­deigs­boll­ur:
2 dl vatn
100 g smjör
2 dl hveiti
¼ tsk. salt
3 stk. egg

Fyll­ing:
þeytt­ur rjómi, sulta og glassúr

Prenta
<strong>Aðferð:</​strong>
  1. Þessi upp­skrift ger­ir um 15 boll­ur.
  2. Sjóðið vatn og smjör sam­an í potti þar til smjörið hef­ur bráðnað. Blandið hveit­inu og salt­inu sam­an við og hrærið rösk­lega þar til deigið slepp­ir pott­in­um og mynd­ar kúlu úr deig­inu.
  3. Takið pott­inn af elda­vél­inni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna ör­lítið.
  4. Þegar deigið hef­ur náð stofu­hita er eggj­un­um bætt sam­an við, einu í senn og hrært var­lega á milli með hræri­vél.
  5. Setjið smjörpapp­ír á ofn­plötu.
  6. Setjið deigið í sprautu­poka og sprautið því á plöt­una með jöfnu milli­bili. 
  7. Bakið við 200 gráðu hita í 20 mín­út­ur, passa þarf að opna ofn­inn alls ekki fyrstu 15 mín­út­urn­ar af bakst­irn­um. Látið boll­urn­ar kólna al­veg áður en sett er á þær.
  8. Hit­inn á bak­ara­ofn­um er mjög mis­mun­andi, ef ykk­ur finnst boll­urn­ar vera að brún­ast held­ur fljótt er gott að lækka hit­ann í 170 gráður eft­ir 5 mín­út­ur. 
  9. Klass­íska fyll­ing­in er þeytt­ur rjómi, sulta og glassúr auk þess sem boll­urn­ar eru toppaðar með glassúr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert