Jarðarberjabollur með piparlakkrískurli

mbl.is/

Pip­arlakk­rís­inn er að gera allt vit­laust eins og flest­ir vita og hér er hann mætt­ur á boll­ur og ekki annað að sjá en hann eigi þar vel heima. Hér er hon­um blandað sam­an við jarðarber og út­kom­an er frek­ar flippuð og frá­bær.

Jarðarberjabollur með piparlakkrískurli

Vista Prenta

Jarðarberja­boll­ur með pip­arlakk­rísk­urli

  • 2,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 1 pakki ROYAL-jarðarberja­búðing­ur
  • Jarðarberja­sulta
  • Jarðarber
  • Pip­arlakk­rísk­url


Mjólk og rjóma blandað sam­an, búðings­duftið þeytt sam­an við. Látið stífna.

Skerið boll­una í sund­ur, smyrjið botn­inn með sult­unni og raðið jarðarberjasneiðum ofan á. Sprautið svo búðingn­um ofan á og endið á að strá smá lakk­rísk­urli yfir. Lokið boll­unni og sigtið smá flór­syk­ur yfir og skreytið jafn­vel með jarðarberi.

Þegar hluta af mjólk­inni er skipt út fyr­ir rjóma verður búðing­ur­inn enn þá þykk­ari og með því að skipta þessu al­veg til helm­inga fáum við búðing sem minn­ir hvað helst á frómas. Við mæl­um ein­mitt sér­stak­lega með að prufa þessa fyll­ingu líka í tert­ur og á pönnu­kök­urn­ar eða vöffl­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert