Bollur með heslihnetusmjörsrjóma að hætti Berglindar

Virkilega girnilegar og góðar bollur - lausar við sultu!!
Virkilega girnilegar og góðar bollur - lausar við sultu!! mbl.is/gotter.is

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, gour­met-grall­ari hjá Gotteri.is, tek­ur bollu­dag­inn alla leið og bakaði tugi af boll­um í síðustu viku til að finna bestu út­gáf­una og þessi stein­ligg­ur svo sann­ar­lega. 

Bollur með heslihnetusmjörsrjóma að hætti Berglindar

Vista Prenta

Vatns­deigs­boll­ur

125 g smjör 
230 ml vatn
150 g hveiti
½ tsk. salt
1 tsk. lyfti­duft
2 egg
Hitið ofn­inn 185°C.

Bræðið smjörið í potti og hellið vatn­inu þá sam­an við, hitið að suðu og leyfið síðan hit­an­um að rjúka aðeins úr. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti og salti og hrærið sam­an við smjör­blönd­una með sleif þar til kekkjalaus deig­kúla mynd­ast í pott­in­um.
Pískið sam­an egg­in í skál og leggið til hliðar.

Flytjið deig­kúl­una yfir í hræri­vél­ar­skál með K-inu. Leyfið mesta hit­an­um að rjúka úr með því að hræra deigið á lægsta hraða stöku sinn­um í um 10 mín­út­ur.

Bætið þá eggja­blönd­unni sam­an við í litl­um skömmt­um og skafið niður hliðarn­ar í milli. Deigið þarf að vera nægi­lega þykkt til að það leki ekki niður þegar á plöt­una er komið svo skiljið frek­ar smá eft­ir af eggja­blönd­unni frem­ur en að fá of þunnt deig en venju­lega er hægt að nota bæði egg­in (nema þau séu mjög stór).

Notið skeiðar eða sprautu­poka og skiptið niður í 16-18 boll­ur á 2 bök­un­ar­plöt­um íklædd­um bök­un­ar­papp­ír.

Bakið í 20-25 mín­út­ur og alls ekki opna ofn­inn fyrr en að 15 mín­út­um liðnum í það minnsta því ann­ars er hætta á að boll­urn­ar falli.

Kælið og út­búið glassúr og fyll­ingu á meðan. At­hugið að nóg er að út­búa aðra hvora fyll­ing­una fyr­ir þenn­an fjölda af boll­um eða minnka hvora um sig um helm­ing.

Jarðarberja­fyll­ing

400 ml rjómi 
2 msk. syk­ur
250 g fersk og vel stöppuð jarðarber (eða maukuð í bland­ara)
Þeytið sam­an syk­ur og rjóma.
Blandið stöppuðum jarðarberj­um sam­an við rjómann og sprautið á hverja bollu.


Súkkulaðifyll­ing

400 ml rjómi 
200 g súkkulaðihesli­hnetu­smjör 
Þeytið rjómann.
Blandið súkkulaðismjör­inu sam­an við blönd­una og sprautið á hverja bollu (leyfið marm­ara­áferðinni að halda sér svo ekki hræra of mikið).

Súkkulaðiglassúr

100 g smjör
350 g flór­syk­ur
2 msk. bök­un­ar­kakó
2 tsk. vanillu­drop­ar
2 msk. kaffi
2 msk. vatn
Setjið öll hrá­efn­in sam­an í skál og pískið sam­an, smyrjið á boll­urn­ar með skeið/​litl­um spaða.

Gam­an er að setja köku­skraut, hnetukurl eða annað lítið sæl­gæti á topp­inn til skrauts.

berglind er ekekrt að þræla sultu inn í bollurnar sem …
berg­lind er ekekrt að þræla sultu inn í boll­urn­ar sem mörg­um finnst gleðiefni. mbl.is/​gotter.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert