Einkaþjálfarinn og lágkolvetnagoðið Gunnar Már Sigfússon mælir með þessar fiskipönnu en uppskriftina bjó hann til fyrir heilsupakka Einn, tveir og elda. Gunnar er ötull talsmaður lágkolvetna lífsstíls en hann hefur gefið út þó nokkrar bækur um efnið sem og ávinning þess að borða ekki viðbættan sykur.
Fiskipanna með sveppum og karríi (uppskrift fyrir 2)
Fljótlegur réttur sem tekur aðeins 25-30 mínútur að matreiða. Það sem er gott að hafa við höndina er panna, bretti og hnífur.
Hráefni:
400 g þorskhnakkar
2 stk. egg
15-20 g karrí kryddblanda frá Pottagöldrum
200 g sveppir
200 g hvítkál
50 g grænkál
80 ml rjómi
50 g rjómaostur
1 stk. grænmetiskraftur
Aðferð:
Brjóttu eggin í skál og hrærðu saman með gafli ásamt helminginum af karríblöndunni.
Veltu fiskinum upp úr eggjunum og settu á pönnu. Eldaðu á báðum hliðum þangað til flökin hafa fengið gylltan lit (3 mín. sirka). Taktu svo fiskinn til hliðar.
Skerðu hvítkálið í fínar sneiðar. Skerðu sveppina og grænkálið gróft.
Settu smá olíu á pönnuna án þess að þrífa hana og steiktu allt grænmetið á henni í sirka 3 mínútur. Bættu svo við rjómanum, rjómaostinum og restinni af kryddblöndunni. Hrærðu vel saman. Bættu svo fiskinum við og leyfðu að malla í 5 mínútur. Veltu fiskinum nokkrum sinnum svo hann eldist jafnt.
Smakkaðu og bættu við salti og pipar ef þarf.