Ofnbakaður fiskur með mascarpone og sólþurrkuðum tómötum

Suðrænn og seiðandi.
Suðrænn og seiðandi. mbl.is/Hanna.is

Þessi fiskupp­skrift er sér­lega girni­leg enda fátt meira viðeig­andi en að gæða sér á suðrænni fiski­veislu um há­vet­ur. Það er Hanna Þóra á Hanna.is sem á þessa upp­skrift en við erum sér­lega hrif­in af síðunni henn­ar og upp­skrift­un­um. Þessi rétt­ur ætti eng­an að svíkja.

Ofn­bakaður fisk­ur með mascarpo­ne og sólþurrkuðum tómöt­um

Vista Prenta

Ofn­bakaður fisk­ur með mascarpo­ne og sólþurrkuðum tómöt­um

  • 800 g þorsk­hnakki, langa eða ann­ar fisk­ur
  • 2-3 hvít­lauksrif – pressuð
  • 200-250 g niðursoðnir maukaðir tóm­at­ar
  • 200-250 g mascarpo­neost­ur
  • 1-1½ dl sólþurrkaðir tóm­at­ar í olíu – má gjarn­an setja aðeins af ol­í­unni með
  • Hvít­lauk­spip­ar
  • Par­mesanost­ur
  • Græn­meti eins og gul­ræt­ur eða vor­lauk­ur.
  • Salt­flög­ur

Aðferð:

  1. Gul­ræt­ur skorn­ar í þunn­ar sneiðar og vor­lauk­ur skor­inn í tvennt – má sleppa.
  2. Ofn­inn hitaður í 180°C.
  3. Fisk­ur­inn lagður í eld­fast fat og sólþurrkuðum tómöt­um dreift yfir.
  4. Mascarpo­neost­ur og tóm­ata­mauk sett í pott og hitað þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an – hvít­lauk bætt við.
  5. Gul­rót­um eða öðru græn­meti dreift yfir fisk­inn.
  6. Blönd­unni hellt yfir fisk­inn og rifn­um par­mesanosti stráð yfir
  7. Fatið sett í ofn­inn og rétt­ur­inn lát­inn bak­ast í 15 – 20 mín­út­ur (fer eft­ir þykkt fisk­bit­ana)
  8. Gott að dreifa grófu salti aðeins yfir áður en rétt­ur­inn er bor­inn fram

Meðlæti:

Kart­öfl­ur eða hrís­grjón, ferskt sal­at og nýbakað brauð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert