Rækju „Scampi“ eins og á Cheesecake Factory

Ef þetta er ekki fullkominn helgarmatur þá veit ég ekki …
Ef þetta er ekki fullkominn helgarmatur þá veit ég ekki hvað. mbl.is/Linda Ben

Rækj­ur eru sí­vin­sæl­ar og Mat­ar­vefn­um barst beiðni frá dygg­um les­anda hvort ekki væri hægt að birta góða rækju­upp­skrift. Við fór­um á stúf­ana og það er eng­in önn­ur en Linda Ben sem á þessa upp­skrift sem við erum hand­viss­ar um að á eft­ir að gera allt vit­laust.

Hér er hún búin að full­komna rétt­inn sem hún elsk­ar en það er rækju­rétt­ur af Cheeseca­ke Factory. Við þökk­um kær­lega fyr­ir okk­ur og hugs­um okk­ur gott til glóðar­inn­ar.

Rækju „Scampi“ eins og á Cheesecake Factory

Vista Prenta

Rækju „Scampi“ eins og á Cheeseca­ke Factory

  • 1 pakki frosn­ar ris­arækj­ur ca. 12 stk
  • 200 g heil­hveiti spa­gettí
  • ½ tsk mat­ar­sódi
  • 1 tsk salt
  • 1½ dl góður brauðrasp­ur
  • 3 msk Par­mes­an ost­ur
  • Svart­ur pip­ar
  • Cayenne pip­ar
  • 3 msk ólífu olía
  • 2-3 dl hvít­vín 4-5 hvít­lauks­geir­ar
  • 250 ml rjómi
  • ½ rauðlauk­ur
  • ca. 18 kirsu­berja tóm­at­ar (eða aðrir smá­gerðir tóm­at­ar)
  • Búnt af fersku basil

Aðferð:

  1. Byrjið á því að velta rækj­un­um upp úr salti og mat­ar­sóda, látið standa rétt á meðan þið gerið skref 2.
  2. Sjóðið spa­gettíið sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum.
  3. Blandið sam­an brauðrasp og par­mes­an osti í skál, bætið við pip­ar og ör­lítið af cayenne pip­ar, veltið rækj­un­um upp úr blönd­unni svo þær eru all­ar vel þakt­ar.
  4. Steikið rækj­urn­ar á pönnu með ólífu olíu þangað til þær eru all­ar bleik­ar í gegn.
  5. Fjar­lægið rækj­urn­ar upp úr pott­in­um og setjið til hliðar.
  6. Náið endi­lega í raspinn sem dett­ur af rækj­un­um upp úr pott­in­um, það er æðis­legt að toppa rétt­inn með því þegar hann er til­bú­inn. Hellið hvít­vín­inu út á pott­inn, brjótið hvít­lauks­geir­ana og bætið þeim út á.
  7. Sjóðið á væg­um hita í ca 3-5 mín og bætið svo rjóm­an­um út á.
  8. Skerið rauðlauk­inn smátt niður og bætið hon­um út í sós­una ásamt fersku basil og tómöt­un­um.
  9. Smakkið til með salti, pip­ar og jafn­vel ör­lítið af græn­metisten­ingi ef ykk­ur finnst vanta.

Látið sjóða á lág­um hita í 5 mín. Setjið spa­gettíið í fal­lega skál, bakka eða mót, hellið sós­unni yfir og raðið rækj­un­um á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert