Fæstir geta giskað á hvað þetta er

mbl.is/Kristinn Magnússon

Haf­steinn Ólafs­son, sem af mörg­um er tal­inn einn besti kokk­ur Íslands – enda hampaði hann titl­in­um Kokk­ur Íslands 2017, deil­ir hér með okk­ur góm­sætri og mjög svo óvenju­legri upp­skrift. Haf­steinn er jafn­framt dóm­ari í hinni stór­skemmti­legu upp­skrifta­keppni Nettó og Mat­ar­vefjar­ins sem er að slá í gegn meðal les­enda. Frest­ur til að senda inn upp­skrift­ir er til og með 20. fe­brú­ar og það verður spenn­andi að sjá hvaða þrjár upp­skrift­ir verða fyr­ir val­inu.

Hér er Haf­steinn frem­ur flippaður að margra mati enda er þetta blóm­kál! Nú verða marg­ir sjálfsagt hissa en þetta er al­gjör­lega frá­bær rétt­ur. Bæði fá­rán­lega bragðgóður og hinn full­komni millirétt­ur eða meðlæti í mat­ar­boðið.

Fæstir geta giskað á hvað þetta er

Vista Prenta

Bakað blóm­kál

  • 1 blóm­káls­haus

Hitið ofn í 190°C. Sjóðið blóm­kálið í 6 mín. Bragðbætið með krydd­blönd­unni og bakið í 15 mín. eða þar til blóm­kálið er orðið gull­in­brúnt. Berið blóm­kálið fram með jóg­úrtsósu, granatepl­um og ristuðum möndlu­f­lög­um.

Krydd­blanda:

  • 1 msk. salt
  • 1/​2 msk. syk­ur
  • 1/​2 msk. malað cu­men
  • 1 tsk. ristuð og möluð kórí­and­erfræ

Blandið öllu sam­an.

Jóg­úrtsósa:

  • 200 g grísk jóg­úrt
  • 30 g cu­men
  • 50 g tahini
  • salt
  • pip­ar
  • sítr­ónusafi

Blandið jóg­úrt, tahini og kumm­in sam­an og smakkað til með salti, pip­ar, og sítr­ónu.

Granatepla-vina­grette:

  • 1 stk. granatepli
  • 1 stk. app­el­sína
  • 50 ml ólífu­olía
  • 25 ml epla­e­dik
  • salt
  • hun­ang
  • ristaðar möndl­ur

Opnið granateplið og takið fræ­in úr. Bætið app­el­sínusafa og berki sam­an við og bætið því næst ol­í­unni og ed­ik­inu út í. Smakkið til með salti og hun­angi.

Hafsteinn Ólafsson.
Haf­steinn Ólafs­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert