Hægeldaður kjúklingur með hunangi, engifer og lime

Einstaklega viðeigandi á köldu vetrarkvöldi.
Einstaklega viðeigandi á köldu vetrarkvöldi. mbl.is/Bon Appetiti

Þessi kjúklingur er fullkominn á köldum vetrardegi. Hægeldunin þýðir að hægt er að henda honum í pott og fyrirhöfnin er í lágmarki. Bónusinn er að dásemdarangan leggur um heimilið sem yljar öllum um hjartaræturnar. Gott ef það er ekki viðeigandi að fara í náttfötin áður en sest er að snæðingi... en það er kannski full langt gengið?

Hægeldaður kjúklingur með hunangi, engifer og lime

  • 1 myndarlegur kjúkilngur
  • Sjávarsalt
  • 1 hvítlaukur, skorinn til helminga eftir endilöngu.
  • 4 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
  • 500 g gulrætur, skrúbbaðar og skornar til helminga
  • 8 litlir shallot-laukar, skrældir
  • 5 sm engiferrót, óskræld og skorin í þunnar sneiðar
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 1 msk. hunang
  • 2 msk. extra-virgin ólífuolía
  • 1 tsk. rauðar piparflögur
  • 60 ml ferskur lime-safi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 120 gráður. Saltið kjúkinginn vel að innan sem utan. Setjið hvítlaukinn inn í kjúklinginn og bindið leggina saman ef þið viljið. Látið marinerast eins lengi og kostur er, þó ekki skemur en fimm mínútur.
  2. Setjið gulrætur, shallot-lauk, engifer, smjör og hunang í stóran steypujárnspott og saltið. Setjið kjúklinginn ofan á og lokið pottinum. Bakið þar til hitamælir segir að bringan hafi náð 68 gráðu hita eða um tvo tíma. Takið lokið af og látið hvíla í 30 mínútur.
  3. Á meðan kjötið hvílir skaltu setja olíu á pönnu og steikja sneidda hvítlaukinn þar til hann er orðinn létt brúnaður eða í 6-8 mínútur. Bætið rauðu piparflögunum saman við og látið kólna. Hrærið lime-safanum saman við, kryddið til með salti.
  4. Hækkið hitann á ofninum í 230 gráður. Setjið kjúklinginn á ofngrind og bakið þar til skinnið er orðið stökkt og brúnað eða í um 10-14 mínútur.
  5. Á meðan skal setja steypujárnspottinn á eldavélina og láta suðuna koma upp. Eldið, lækkið hitann eftir þörfum, þar til grænmetið er tilbúið eða í 10-12 mínútur. Hafið á lágum hita þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
  6. Berið kjúklinginn fram ofan á grænmetinu og setjið dressinguna yfir kjúklinginn. Njótið vel!

Uppskrift: Bon Appetit/Chris Morocco

Huggulegt og ilmar vel.
Huggulegt og ilmar vel. mbl.is/Bon Appetit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert