Hægeldaður kjúklingur með hunangi, engifer og lime

Einstaklega viðeigandi á köldu vetrarkvöldi.
Einstaklega viðeigandi á köldu vetrarkvöldi. mbl.is/Bon Appetiti

Þessi kjúk­ling­ur er full­kom­inn á köld­um vetr­ar­degi. Hæg­eld­un­in þýðir að hægt er að henda hon­um í pott og fyr­ir­höfn­in er í lág­marki. Bón­us­inn er að dá­semd­ar­ang­an legg­ur um heim­ilið sem ylj­ar öll­um um hjartaræt­urn­ar. Gott ef það er ekki viðeig­andi að fara í nátt­föt­in áður en sest er að snæðingi... en það er kannski full langt gengið?

Hæg­eldaður kjúk­ling­ur með hun­angi, engi­fer og lime

Vista Prenta

Hæg­eldaður kjúk­ling­ur með hun­angi, engi­fer og lime

  • 1 mynd­ar­leg­ur kjúkilng­ur
  • Sjáv­ar­salt
  • 1 hvít­lauk­ur, skor­inn til helm­inga eft­ir endi­löngu.
  • 4 hvít­lauks­geir­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • 500 g gul­ræt­ur, skrúbbaðar og skorn­ar til helm­inga
  • 8 litl­ir shallot-lauk­ar, skræld­ir
  • 5 sm engi­fer­rót, óskræld og skor­in í þunn­ar sneiðar
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 1 msk. hun­ang
  • 2 msk. extra-virg­in ólífu­olía
  • 1 tsk. rauðar pipar­flög­ur
  • 60 ml fersk­ur lime-safi

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 120 gráður. Saltið kjúk­ing­inn vel að inn­an sem utan. Setjið hvít­lauk­inn inn í kjúk­ling­inn og bindið legg­ina sam­an ef þið viljið. Látið mar­in­er­ast eins lengi og kost­ur er, þó ekki skem­ur en fimm mín­út­ur.
  2. Setjið gul­ræt­ur, shallot-lauk, engi­fer, smjör og hun­ang í stór­an steypu­járn­spott og saltið. Setjið kjúk­ling­inn ofan á og lokið pott­in­um. Bakið þar til hita­mæl­ir seg­ir að bring­an hafi náð 68 gráðu hita eða um tvo tíma. Takið lokið af og látið hvíla í 30 mín­út­ur.
  3. Á meðan kjötið hvíl­ir skaltu setja olíu á pönnu og steikja sneidda hvít­lauk­inn þar til hann er orðinn létt brúnaður eða í 6-8 mín­út­ur. Bætið rauðu pipar­flög­un­um sam­an við og látið kólna. Hrærið lime-saf­an­um sam­an við, kryddið til með salti.
  4. Hækkið hit­ann á ofn­in­um í 230 gráður. Setjið kjúk­ling­inn á ofn­grind og bakið þar til skinnið er orðið stökkt og brúnað eða í um 10-14 mín­út­ur.
  5. Á meðan skal setja steypu­járn­spott­inn á elda­vél­ina og láta suðuna koma upp. Eldið, lækkið hit­ann eft­ir þörf­um, þar til græn­metið er til­búið eða í 10-12 mín­út­ur. Hafið á lág­um hita þar til kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn.
  6. Berið kjúk­ling­inn fram ofan á græn­met­inu og setjið dress­ing­una yfir kjúk­ling­inn. Njótið vel!

Upp­skrift: Bon App­e­tit/​Chris Morocco

Huggulegt og ilmar vel.
Huggu­legt og ilm­ar vel. mbl.is/​Bon App­e­tit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert