Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa

Súpan inniheldur bráðhollar gulrætur og hreinsandi túrmerik. Gulrætur innihalda mikið …
Súpan inniheldur bráðhollar gulrætur og hreinsandi túrmerik. Gulrætur innihalda mikið af A-vítamíni sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalíum, kalki, járni og fosfór. mbl.is/Íslenskt.is

Eld­hús­frömuður­inn Sig­ur­veig Kára­dótt­ir á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem feng­in er frá is­lenskt.is sem er skemmti­leg síða til­einkuð ís­lensku græn­meti en þar má finna mik­inn og góðan fróðleik um græn­metið okk­ar góða. 

P.s. Viss­ir þú að gul­ræt­ur geym­ast best við kjör­hita­stig 0 - 2 gráður?

Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa

Vista Prenta

Gul­rót­asúpa Sig­ur­veig­ar
Fyr­ir 3-4

Þessi er bragðmik­il og nær­andi. Ef gul­ræt­urn­ar eru brak­andi fersk­ar, er al­gjör óþarfi að skræla þær og vatn er nóg. Það má ein­fald­lega bæta við græn­metiskrafti síðar ef þurfa þykir.

2-3 msk. ólífu­olía
2-3 msk. smjör
200 gr. lauk­ur
100 gr. sell­e­rí
50 ml hvít­vín­se­dik
1 kg gul­ræt­ur
2 msk. syk­ur (má sleppa)
1-2 tsk. tur­merik
2-3 hvít­lauksrif
1 - 1 1/​2 lítri vatn/​græn­metiskraft­ur
3-4 lár­viðarlauf
1 búnt fersk stein­selja
Sjáv­ar­salt
Hvít­ur pip­ar

Lauk­ur og sell­e­rí skorið frem­ur smátt og sett í pott ásamt ólífu­olíu og ögn af sjáv­ar­salti.
Leyft að glær­ast um stund. Á meðan eru gul­ræt­urn­ar skorn­ar frem­ur smátt og þeim síðan bætt í pott­inn ásamt smjör­inu og sykri og tur­meriki.

Leyft að brún­ast aðeins í pott­in­um og taka smá lit áður en smátt söxuðum hvít­laukn­um er bætt sam­an við.

Því næst er hvít­vín­se­dik­inu hellt í pott­inn og leyft að gufa aðeins upp áður en kraft­in­um er bætt sam­an við. Látið malla á meðal­hita, þar til græn­metið er full­soðið.

Þá er stein­selj­unni bætt sam­an við, lár­viðarlauf­in veidd úr og súp­an maukuð. Sett aft­ur í pott­inn, krydduð til og hituð að nýju.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert