Stökkir kókos- og möndlubitar, aðeins 3 innihaldsefni

Stökkir bitar sem henta vel sem millimál og innihalda hrein …
Stökkir bitar sem henta vel sem millimál og innihalda hrein hráefni. mbl.is/beamingbaker.com

Hnetustykki eru ákaf­lega vin­sæl en oft og tíðum út­troðin af sykri og auka­efn­um. Hér er kom­in upp­skrift frá snill­ingn­um Demeter á beam­ing­ba­ker.com sem inni­held­ur aðeins 3 hrá­efni. Stykk­in eru sæt og auðvitað er hlyns­íróp syk­ur en þó minna unn­inn en hvít­ur syk­ur og nýt­ist því kroppn­um bet­ur. 

12 stang­ir koma úr upp­skrift­inni en hver stöng inni­held­ur 107 kal­orí­ur, 5 g af sykri og 7 g af kol­vetn­um. Stykk­in eru stökk og geym­ast best í loft­tæmd­um umbúðum.

Inni­halds­efni:
1 bolli ósaltaðar möndl­ur 
1 bolli ósæt­ar kó­kos­flög­ur 
1/​4 tsk. salt (má sleppa)
1/​4 bolli hreint hlyns­íróp 

Hitið ofn­inn í 160 gráður og bakið stykk­in í 28-38 mín­út­ur. Demeter bakaði sín í 33 mín­út­ur en hún seg­ir að ef þau eru ekki nægi­lega bökuð hrynji þau gjarn­an í sund­ur.

Aðferðina má sjá hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert