Mexíkósk tacobaka sem slær í gegn

Bragðmikil baka sem klárast alltaf í veislum.
Bragðmikil baka sem klárast alltaf í veislum. mbl.is/ljufmeti.com

Þessi tacobaka er æðis­lega góð og mjög vin­sæl í veisl­um og boðum hjá minni fjöl­skyldu. Þessi upp­skrift er frá Svövu á ljufmeti.com og slær alltaf í gegn!

Mexíkósk tacobaka sem slær í gegn

Vista Prenta

Botn

  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1/​2 tsk. salt
  • 50 gr. smjör
  • 1 1/​2 dl mjólk

Fyll­ing

  • 500 gr. nauta­hakk
  • 1 lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 3 msk. tóm­at­pu­ré
  • 2 msk. chili-sósa
  • 1 msk. sojasósa
  • 2 tsk. chili-pip­ar (krydd)
  • 2 tsk. cumm­in
  • 2 tsk. kóri­and­er (krydd)
  • 2 tsk. karrý
  • 1-2 tsk. salt
  • 2 dl vatn

Of­an­lag

  • 3 tóm­at­ar
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 4 msk. maj­ónes
  • 150 gr. rif­inn ost­ur

Hitið ofn­inn í 200°. Blandið sam­an hveiti, lyfti­dufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofu­hita, skerið það í bita og blandið því við þur­refn­in. Bætið mjólk­inni sam­an við og hrærið öllu sam­an í deig. Þrýstið deig­inu í böku­form eða smellu­form. Það þarf ekki að for­baka botn­inn.

Hakkið lauk og steikið ásamt nauta­hakki og fínt hökkuðum hvít­lauk. Steikið þar til nauta­hakkið er ekki leng­ur rautt. Bætið tóm­at­pu­ré, chili-sósu og sojasósu á pönn­una ásamt krydd­un­um og vatni. Látið sjóða við væg­an hita þar til vatnið er næst­um horfið, ca. 10-15 mín­út­ur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nauta­hakkið yfir botn­inn.

Skerið tóm­at­ana í bita og dreifið yfir nauta­hakkið.

Hrærið sam­an sýrðum rjóma, maj­ónesi og rifn­um osti og breiðið yfir tóm­at­ana.

Bakið í miðjum ofni í ca. 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn og hef­ur fengið fal­leg­an lit.

Berið fram með góðu sal­ati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guaca­mole.

Mér finnst gott að setja ferskt kóríander ofan á bökuna …
Mér finnst gott að setja ferskt kórí­and­er ofan á bök­una áður en hún er bor­in fram. mbl.is/​ljufmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert