Pönnukökurnar sem einkaþjálfarinn samþykkir

Girnilegt og hugsanlega nauðsynleg upplyfting í leiðinlegu veðri eða eftir …
Girnilegt og hugsanlega nauðsynleg upplyfting í leiðinlegu veðri eða eftir erfiðan dag. mbl.is/Annaeiriks.is

Eðal­kropp­ur­inn Anna Ei­ríks býður upp á vin­sæla fjarþjálf­un fyr­ir kon­ur en hún set­ur reglu­lega inn ný æf­ingar­plön og upp­skrift­ir á síðu sína Anna­eiriks.is 

„Þess­ar pönnu­kök­ur eru ekk­ert venju­leg­ar, þær eru mein­holl­ar, bara með þrjú inni­halds­efni en samt ótrú­lega góðar. Við hend­um stund­um í þess­ar eft­ir skóla/​vinnu þegar okk­ur lang­ar í eitt­hvað hollt og gott,“ seg­ir Anna en hægt er að toppa þær með ávöxt­um, grísku jóg­úr­ti, hun­angi eða smá súkkulaðismyrju t.d. heima­gerðu syk­ur­lausu nu­tella eða aðkeyptu súkkulaði í holl­ari kant­in­um.

Holl­ar pönnu­kök­ur

2 ban­an­ar
4 egg
2 boll­ar haframjöl

2-3 msk. súkkulaði frá Good good brand – ef þið viljið. Þetta er súkkulaðismyrja með stevíu í stað syk­urs.

Aðferð:

Stappið ban­an­ana, bætið eggj­um út í og svo haframjöl­inu og hrærið vel sam­an, steikið svo á pönnu, hitið smá súkkulaði frá good good brand í ör­bylgju og hellið yfir pönnu­kök­urn­ar en það er „hollt“ og gott og berið fram með berj­um eða niður­skorn­um bön­un­um. Gæti ekki verið ein­fald­ara.

mbl.is/​Anna­eiriks.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert