„Fyrir alla þá sem elska pítsur en hata fyrirhöfn“

Indversku pítsurnar eru sérlega girnilegar.
Indversku pítsurnar eru sérlega girnilegar. mbl.is/aðsend

Í byrj­un mánaðar fór­um við af stað með leik­inn Nett­ir rétt­ir í sam­starfi við Nettó þar sem við óskuðum eft­ir að fá ein­fald­ar upp­skrift­ir að geggjuðum rétt­um. Aðal­atriðið var að töfra fram góm­sæta upp­skrift með ekki fleiri en fimm hrá­efn­um. Miðað við fjölda upp­skrifta sem bár­ust þá vafðist það ekki fyr­ir þátt­tak­end­um. Það féll í skaut Haf­steins Ólafs­son­ar, sem krýnd­ur var Kokk­ur árs­ins 2017, að velja þrjár bestu úr.

Það var Hall­dóra Eld­járn sem hreppti fyrsta sætið fyr­ir upp­skrift að ind­verskri pítsu og hlýt­ur að laun­um 50.000 króna inn­eign í Nettó og miða fyr­ir tvo á Kokk árs­ins í Hörpu nk. laug­ar­dags­kvöld. Annað sætið hreppti Sól­rún Hraun­fjörð og það þriðja Hall­dóra Jóns­dótt­ir. Þær fengu báðar gjafa­bréf í Nettó að laun­um.

Að sögn Hall­dóru er vinn­ings­upp­skrift­in til­einkuð öll­um þeim sem elska pítsur en hata fyr­ir­höfn. „Ég á sjálf bágt með að fylgja hefðbundn­um upp­skrift­um í þaula og enda yf­ir­leitt á því að breyta, bæta við eða skipta út. Ég hef til dæm­is aldrei haft þol­in­mæðina í köku­bakst­ur því þar þarf að mæla svo mikið og maður kemst ekk­ert upp með að svindla neitt,“ seg­ir Hall­dóra.

„Veg­an pizz­an er mín upp­á­hald­spizza. Fyr­ir ein­hverja eld­hús­galdra virk­ar naan-brauð sem hinn full­komni pizza­botn, sem er prýðilegt fyr­ir fólk eins og mig sem á enn eft­ir að byggja stein­ofn úti í garði,“ út­skýr­ir hún en meðfylgj­andi er upp­skrift­in og við hvetj­um að sjálf­sögðu alla til að prófa. 

„Fyr­ir alla þá sem elska pítsur en hata fyr­ir­höfn“

Vista Prenta

Ind­versk pizza (sem jafn­framt er veg­an)

  • Naan-brauð
  • Mangó chut­ney
  • Tóm­at-passata
  • Soja­hakk 
  • Græn­meti/​Sal­at til að setja ofan á

Aðferð:  

  1. Pensla mangó chut­ney-i yfir naan-brauðið og svo smá slettu af tóm­at-passata.
  2. „Hakkið“ er steikt fyrst á pönnu með krydd­um og salti (höf­und­ur not­ar blöndu af hvít­lauks­dufti, garam masala, karríi og 5-spice powder) og dreift ofan á na­an­brauðið.
  3. Þessu er skellt inn í mjög heit­an ofn (220-225°C) í ca. 10 mín­út­ur.
  4. Þegar pizz­an kem­ur úr ofn­in­um er græn­meti skellt á. Gott að blanda fersk­um basil, rúkóla og pikkluðum rauðum chilli, en það er líka gott að setja spínat og fínt rifn­ar, pikklaðar gul­ræt­ur ofan á.
Halldóra Eldjárn sigraði uppskriftakeppnina.
Hall­dóra Eld­járn sigraði upp­skrifta­keppn­ina. mbl.is/​aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert