Tortellini með grænmeti og hvítlauks-rjómasósu

Tortellini í rjómasósu.
Tortellini í rjómasósu. Árni Sæberg

Þessi uppskrift hljómar eiginlega of vel. Djúsí og holl og sérlega viðeigandi við hvert tilefni. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af uppskriftinni og eins og venjulega stendur hún undir væntingum. Dásamlega djúsí og sérlega viðeigandi.

Tortellini með grænmeti og hvítlauks-rjómasósu

fyrir 3
  • 250 g tortellini, fyllt með osti
  • 1 msk. olía og salt
  • 125 g sveppir
  • 1 rauð paprika
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 msk. smjör
  • 100 g spínat
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 250 g matreiðslurjómi
  • örlítill sósuþykkir
  • salt og pipar
  • 100 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Steikið rauðlaukinn á pönnu upp úr olíu, skerið sveppina niður og steikið þá upp úr 1 msk. af smjöri. Skerið paprikuna niður og steikið hana. Skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann.
  3. Hellið rjómanum út á grænmetið, smakkið til með salti og pipar og bætið örlitlu af sósuþykki út á til að fá réttu áferðina á sósuna, best að byrja mjög lítið og auka svo hægt og rólega.
  4. Bætið spínatinu út í sósuna og sjóðið í 1 mín. Kveikið á ofninum og stillið á grillið.
  5. Setjið pastað í eldfast mót, hellið sósunni yfir og dreifið rifnum osti yfir. Setjið réttinn inn í ofninn og grillið þar til osturinn er alveg bráðnaður og rétt byrjaður að brúnast.
Matgæðingurinn og fagurkerinn Linda Ben.
Matgæðingurinn og fagurkerinn Linda Ben. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert