Tortellini með grænmeti og hvítlauks-rjómasósu

Tortellini í rjómasósu.
Tortellini í rjómasósu. Árni Sæberg

Þessi upp­skrift hljóm­ar eig­in­lega of vel. Djúsí og holl og sér­lega viðeig­andi við hvert til­efni. Það er Linda Ben sem á heiður­inn af upp­skrift­inni og eins og venju­lega stend­ur hún und­ir vænt­ing­um. Dá­sam­lega djúsí og sér­lega viðeig­andi.

Tortellini með grænmeti og hvítlauks-rjómasósu

Vista Prenta

Tortell­ini með græn­meti og hvít­lauks-rjómasósu

fyr­ir 3
  • 250 g tortell­ini, fyllt með osti
  • 1 msk. olía og salt
  • 125 g svepp­ir
  • 1 rauð paprika
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • 1 msk. smjör
  • 100 g spínat
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 250 g mat­reiðslur­jómi
  • ör­lít­ill sósuþykk­ir
  • salt og pip­ar
  • 100 g rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Steikið rauðlauk­inn á pönnu upp úr olíu, skerið svepp­ina niður og steikið þá upp úr 1 msk. af smjöri. Skerið paprik­una niður og steikið hana. Skerið hvít­lauk­inn smátt niður og steikið hann.
  3. Hellið rjóm­an­um út á græn­metið, smakkið til með salti og pip­ar og bætið ör­litlu af sósuþykki út á til að fá réttu áferðina á sós­una, best að byrja mjög lítið og auka svo hægt og ró­lega.
  4. Bætið spínatinu út í sós­una og sjóðið í 1 mín. Kveikið á ofn­in­um og stillið á grillið.
  5. Setjið pastað í eld­fast mót, hellið sós­unni yfir og dreifið rifn­um osti yfir. Setjið rétt­inn inn í ofn­inn og grillið þar til ost­ur­inn er al­veg bráðnaður og rétt byrjaður að brún­ast.
Matgæðingurinn og fagurkerinn Linda Ben.
Mat­gæðing­ur­inn og fag­ur­ker­inn Linda Ben. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert