Túnfisk-tataki sem tryllir gestina

Túnfisk-tataki að hætti Public House.
Túnfisk-tataki að hætti Public House. mb.is/Eggert Jóhannesson

Langar þig að slá í gegn í matarboðinu? Sjarmera liðið svo það verður umtalað næstu ár hvað þú ert flink/ur í eldhúsinu? Þá skaltu bretta upp ermarnar og bjóða upp á þetta lostæti sem kemur úr smiðju Public House.

Í þessum rétti er brúnaður túnfiskur borinn fram með sýrðum rauðlauk í Ama-su, amazu ponzu, hvítlauksflögum og vorlauk. Hérna eru það sósurnar og meðlætið sem gera gæfumuninn.

Ama-su

  • 40 g hrísgrjónaedik
  • 40 g sykur
  • 5 g salt

Rauðlaukurinn er saxaður og soðinn upp úr Ama-su.

Amazu ponzu

  • 80 g hrísgrjónaedik
  • 40 g sykur
  • 30 g sojasósa
  • 10 g sítrónusafi

Öllu blandað saman og hrært þar til sykurinn er uppleystur.

Hvítlauksflögur

Hvítlaukurinn er skorinn örþunnt og soðinn í mjólk. Mjólkin er sigtuð í burtu og þá er hvítlaukurinn djúpsteikur við 140°C.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert