Lágkolvetna kvöldverður að hætti Gunnars Más

Hér gef­ur að líta al­deil­is dá­sam­lega upp­skrift að harðkjarna heim­il­is­mat sem fit­ar þó eng­an. Hefðbund­inn snit­sel­inn öðlast nýj­ar vídd­ir með avóka­dó og strengja­baun­um og í raun má segja að hér mæt­ist tvær kyn­slóðir á mjög svo neyt­enda­væn­an hátt.

Upp­skrift­in er úr heilsupakka Einn, Tveir og elda.

Lágkolvetna kvöldverður að hætti Gunnars Más

Vista Prenta

Grísasnit­sel með krydds­mjöri, strengja­baun­um og avóka­dó

  • 400 g  grísasnit­sel
  • 2 msk krydd­blanda
  • 2 msk smjör
  • 2 hvít­lauksrif
  • 150 g strengja­baun­ir
  • 2 avóka­dó
  • 1/​2 rauðlauk­ur

 
Það sem þú þarft að eiga er:
flögu­salt, pip­ar og olía

Eld­un­ar­tími ca 20 mín­út­ur
Það sem þú þarft að hafa við hend­ina er hníf­ur, pott­ur, eld­fast mót og steikarp­anna
Gott er að lesa vel yfir upp­skrift­ina áður en byrjað er að elda

Stilltu ofn­inn á 180° og blást­ur
Settu meðal­stór­an pott yfir með vatni

Aðferð

  1. Byrjaðu á að steikja snit­sel sneiðina á vel heitri pönnu og kryddaðu með krydd­blönd­unni. Þegar kjötið hef­ur fengið lit settu það þá í eld­fast mót og inn í heit­an ofn í 5-10 mín­út­ur, fer eft­ir þykkt sneiðar­inn­ar.
  2. Skerðu rauðlauk­inn smátt og maukaðu avóka­dó með gaffli. Blandaðu þessu sam­an og bættu við klípu af salti. 
  3. Hafðu smjörið við stofu­hita. Skerðu hvít­lauk­inn mjög smátt eða kremdu hann í pressu og blandaðu hon­um sam­an við smjörið. Settu það aft­ur inn í ís­skáp þar til kjötið er til­búið.
  4. Settu strengja­baun­irn­ar í sjóðandi vatn í 5 mín­út­ur. Taktu þær síðan upp úr og settu í sigti svo vatnið renni af þeim.  Settu þær síðan á disk, slettu af ólífu­olía yfir og klípu af salti.   
  5. Berðu kjötið fram með smjör­inu. Settu avóka­dó maukið við hliðina og baun­irn­ar yfir.  
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert