Enginn trúði að hún hefði gert þetta lasagna

Lasagnað þótti með afbrigðum gott.
Lasagnað þótti með afbrigðum gott. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Sam­band fólks við hina ýmsu rétti get­ur verið ansi ein­kenni­legt. Mat­ar­blogg­ar­inn og meist­ara­kokk­ur­inn Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjá Gul­ur, rauður, grænn og salt seg­ist eiga í ansi skraut­legu sam­bandi við lasagna sem hingað til hef­ur lit­ast að frem­ur nei­kvæðum til­finn­ing­um.

Það kom því heim­il­is­fólk­inu í opna skjöldu þegar hún eldaði þessa upp­skrift á dög­un­um sem þótti hrein­asta af­bragð.

Enginn trúði að hún hefði gert þetta lasagna

Vista Prenta

Ó svo gott lasagna

  • 8 stk lasagna­plöt­ur
  • 500 g nauta­hakk
  • 3-4 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1/​2 lauk­ur, saxaður
  • 1 dós tóm­at­ar, saxaðir
  • 1 stór dós kota­sæla
  • 2 msk tóm­at­púrra
  • rif­inn ost­ur

Sósa

  • 1 dós sýrður rjómi.
  • 1 græn­metisten­ing­ur
  • 1 msk tóm­at­púrra
  • 2 msk Phila­delp­hia rjóma­ost­ur
  • smá mjólk
  • sítr­ónupip­ar

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið lauk­inn þar til hann er far­inn að mýkj­ast.
  2. Bætið nauta­hakki og hvít­lauk sam­an við. Þegar kjötið hef­ur brún­ast setjið tóm­at­ana sam­an við ásamt kota­sælu og tóm­at­púrru. Látið malla í dágóða stund. Saltið og piprið.
  3. Setjið hrá­efn­in fyr­ir sós­una sam­an í pott og hitið var­lega og blandið vel sam­an. Látið ekki sjóða. Þynnið með mjólk.
  4. Setjið til skipt­is lasagna­plöt­ur, kjötsósu og sósu end­ur­takið þar til hrá­efn­in hafa klár­ast. Setjið ríf­leg magn af osti yfir og látið inn i 200°c heit­an ofn í um 20 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert