Ég elska grænu ofurskálina á GLÓ og kem stundum við í Faxafeni þegar ég vil gera vel við mig og fæ mér slíka skál eða morgunverðartilboðið en þá fylgir kaffi og orkuskot með á 990 krónur.
Það er þó ekki svo gott að ég geti gert mér ferð þangað eins oft og mig langar í umrædda skál svo ég hófst handa við að brasa slíkt gúmmelaði heima fyrir. Afraksturinn var mjög góður; kremuð og ljúffeng skál sem ég toppaði með sykurlausu heimagerðu granóla og ávöxtum. Ljúffengt!
Græn ofurskál fyrir 2
1 lárpera
1 væn lúka ferskt spínat
1 banani
1,5 bollar frosið mangó
1 bolli kókosmjólk í dós
Þynnið með vatni ef þarf
Allt sett í öflugan blandara og blandað uns silkimjúkt.