Lambakótelettur Stanley Tucci

Flestir muna eftir Tucci úr myndum á borð við The …
Flestir muna eftir Tucci úr myndum á borð við The Devil Wears Prada og The Hungergames. mbl.is/Skjáskot

Hinn ít­al­skættaði Stanley Tucci er er ekki aðeins af­bragðs hæfi­leika­rík­ur leik­ari held­ur hef­ur hann gefið út tvær mat­reiðslu­bæk­ur og þykir af­burðafl­ink­ur í eld­hús­inu. Þess­ar lambakótelett­ur fékk hann á veit­ingastað þegar hann borðaði með átrúnaðargoðinu sínu hinum ít­alska Marcello Mastroi­anni sem lék meðal ann­ars í La Dolce Vita.

Mat­reiðsluráð frá Tucci:
Snyrtið kótelett­urn­ar vel svo beinið sé eins og hand­fang og hægt sé að borða kjötið með hönd­un­um.

Þegar kjötið er steikt er hægt að segja til um hversu mikið steikt það er orðið með því að þrýsta fingri á miðjan kjöt­flöt­inn og veita því at­hygli hversu mikið kjötið gef­ur eft­ir. Því stinn­ara sem kjötið er því meira eldað er það. 

Einfaldar og virkilega góðar kótilettur eru herramanns matur.
Ein­fald­ar og virki­lega góðar kótilett­ur eru herra­manns mat­ur. mbl.is/​Toby Locker­bie

Lambakótelettur Stanley Tucci

Vista Prenta

Lett­ur leik­ar­ans  

12 lambakótilett­ur, snyrt­ar 
2 hvít­lauks­geir­ar, smátt saxaðir 
3 grein­ar ferskt timj­an, laufið saxað 
3 grein­ar rós­marín, lauf­in söxuð 
60 ml extra-virg­in ólífu­olía 
1 tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður
2 msk. ólífu­olía
120-240 ml þurrt hvít­vín 

Blandið sam­an í stóra skál hvít­lauk, timj­an, rós­marín, ný­möluðum svört­um pip­ar og extra-virg­in ólífu­olíu. Setjið kótelett­urn­ar í mar­in­er­ing­una og nuddið þeim vel upp úr leg­in­um. Látið liggja í 20 til 60 mín­út­ur. 

Hitið 2 msk. af ólífu­olíu á stórri pönnu á meðal­hita. Steikið kótelett­urn­ar í 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til steikt­ar eft­ir smekk. Setjið kótelett­urn­ar til hliðar á disk og bætið við hvít­laukn­um og ferska krydd­inu úr mar­in­er­ing­unni á pönn­una. Leyfið hvít­laukn­um að brún­ast og hellið þá hvít­vín­inu út á pönn­una og sjóðið niður ásamt saf­an­um sem kom af lamba­kjöt­inu. Sjóðið niður í sósu. 

Upp­skrift­in er feng­in úr The Tucci Table. 

Stanley hefur gefið út tvær matreiðslubækur sem báðar eru gott …
Stanley hef­ur gefið út tvær mat­reiðslu­bæk­ur sem báðar eru gott safn ít­al­skættaðra upp­skrifta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert