BBQ-kjúklingur Lindu – aðeins 4 hráefni

Steikar kartöflur henta vel með kjúklingnum.
Steikar kartöflur henta vel með kjúklingnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mat­gæðing­ur­inn, grunn­skóla­kenn­ar­inn og gour­met-unn­and­inn Linda Björk Ingimars­dótt­ir, blogg­ari á Eat-RVK, reif upp svunt­una og eldaði handa okk­ur guðdóm­leg­an kjúk­linga­rétt. Ekki klikka á að hafa sól­ar-salsað henn­ar með. 

BBQ-kjúklingur Lindu – aðeins 4 hráefni

Vista Prenta

BBQ- og ses­am­kjúk­ling­ur Lindu 

„Þetta er geggjaður kjúk­linga­rétt­ur með aðeins fjór­um hrá­efn­um, ein­fald­ara verður það ekki og hver elsk­ar ekki að elda ein­fald­an en bragðgóðan mat sem hitt­ir beint í mark?“ seg­ir Linda yfir pott­un­um. „Þessi rétt­ur er í upp­á­haldi hjá öll­um í fjöl­skyld­unni sem er al­gjört met því smekk­ur manna er mis­jafn á mínu heim­ili. Það tek­ur einnig eng­an tíma að gera hann svo hann pass­ar fyr­ir heim­ili þar sem mikið er að gera en einnig mat­ar­boð. Það sem er sér­stak­lega þægi­legt er að sós­an sem fylg­ir rétt­in­um er einnig mar­in­er­ing­in.“

4-6 kjúk­linga­bring­ur skorn­ar í tvennt eða lund­ir
1 bolli góð bbq-sósa
½ bolli hlyns­íróp
½ bolli ristuð ses­am­fræ

Hitið ofn­inn í 180 gráður

Ristið ses­am­fræ­in á pönnu og setjið til hliðar

Hellið bbq-sósu og hlyns­írópi  í skál og blandið vel sam­an, bætið svo 2 msk. af ses­am­fræj­um sam­an við og hrærið vel sam­an.

Leggið bring­urn­ar í eld­fast mót og hellið um ½ af sós­unni yfir og penslið kjúll­an vel með henni.

Sett í ofn og eldað í 25 mín. eða þar til kjúll­inn er til­bú­inn.

Þegar kjúll­inn er tibú­inn setjið þið af­gang­inn af ses­am­fræj­un­um og notið af­gang­inn af sós­unni með rétt­in­um, gott er að borða hann með nán­ast öllu meðlæti svo sem hrís­grjón­um, sal­ati, salsa eða kart­öfl­um.

Girnilegt – ferska salsað vegur vel upp á móti bragðmikilli …
Girni­legt – ferska salsað veg­ur vel upp á móti bragðmik­illi BBQ-sós­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Matarvefurinn mætir reglulega í eldhúsið hjá Lindu og kíkir í …
Mat­ar­vef­ur­inn mæt­ir reglu­lega í eld­húsið hjá Lindu og kík­ir í pott­ana. Tobbu Marinós á Mat­ar­vef mbl.is og Lindu Björk leiðist ekki að elda sam­an. Íris Ann Sig­urðardótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert