Mangó- og ananas-salsa sem hressir málsverðinn við

Þetta salat minnir á batnandi tíð með blóm í haga.
Þetta salat minnir á batnandi tíð með blóm í haga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér kem­ur brak­andi fersk upp­skrift að sumri í skál frá Lindu Björk Ingimars­dótt­ur, mat­gæðingi Mat­ar­vefjar­ins.

Mangó- og ananas-salsa sem hressir málsverðinn við

Vista Prenta

Mangó- og an­an­as-salsa

Nú þegar loks er farið að sjást í sól er þetta salsa full­komið enda er það eins og sól í skál, ávaxta­ríkt, ferskt og gott. Það er ein­fallt að gera og pass­ar með nán­ast öllu og jafn­vel eitt og sér. Það pass­ar vel með kjúk­lingn­um.

2  söxuð mangó
1 bolli saxaður an­an­as
1/​3 bolli söxuð rauð paprika
1/​4 bolli saxaður vor­lauk­ur
1/​4 bolli saxað kórí­and­er
Safi úr ½ app­el­sínu
Safi úr ½  lime
1 tsk. rauður chili, saxaður, fræhreinsaður ef þið viljið ekki mik­inn „sól­ar“-hita 

Allt saxað og sett í skál, látið standa á borði í 30 mín­út­ur áður en þess á að njóta.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert