Grísarif fyrir metnaðarfulla meistarakokka

mbl.is/Kristinn Magnússon
<span><span>Bjartur Elí Friðþjófsson, kokkur á Grillmarkaðnum, þykir afburðaflinkur í eldhúsinu enda átti hann stórleik í keppninni um kokk Íslands á dögunum. Við fengum Bjart til að deila með okkur uppskrift og fyrir valinu urðu grísarif með mjög svo skemmtilegum tilburðum. </span></span>

Grísarif fyrir metnaðarfulla meistarakokka

Vista Prenta
<strong>Grilluð misó- &amp; hvann­ar­grísarif</​strong>
  • 200 gr. ljóst misó
  • 1 milli­stór engi­fer
  • 100 gr. þurrkuð hvönn
  • 100 ml soya sósa
  • Salt & pip­ar
  • 2 stór­ir lauk­ar
<span>Aðferð:</​span>
  1. Rif­in eru snyrt og nudduð til með salt og pip­ar. Misó, soya og hvönn blandað sam­an og pennslað á.
  2. Lauk­ar skorn­ir gróft og grillaðir þar til þeir verða svart­ir. Sett í bakka með engi­fer og vatni upp að grísarifj­um. Eldað yfir nóttu á 90°. Rifið niður eft­ir eld­un og raðað á sal­atið.
<strong>Kremað græn­kál með bauna­spír­um</​strong>
  • 500 gr. græn­kál
  • 1 askja bauna­spír­ur
  • 150 gr. jap­anskt mæjó
  • ½ sýrður rjómi
  • ½ sítr­óna
  • 100 gr. hesli­hnet­ur
  • Salt
<span>Aðferð:</​span> <ol> <li><span>Græn­kál saxað fínt. Jap­anskt mæjó, sýrður rjómi og sítr­ónusafi hrært sam­an sam­an. </​span></​li> <li><span>Hesli­hnet­ur ristaðar á 170° í 10 mín. Flysjaðar og saxaðar. </​span></​li> <li><span>Öllu blandað sam­an og bauna­spír­ur í rest­ina. Smakkað til með salti.</​span></​li> </​ol> <strong>Kryd­d­jurta-vín­ar­gréta</​strong>
  • ½ askja kerf­ill
  • ½ askja kórí­and­er
  • ½ askja stein­selja
  • Shallot-lauk­ur
  • 2 boll­ar ólífu­olía
  • 3 lime
  • ½ msk. púður­syk­ur
  • Salt
<span>Aðferð:</​span>
  1. Lime-safi kreist­ur úr, í bland­ara með sykri, hrært ró­lega og ólífu­olíu bætt við. Kryd­d­jurtir og lauk­ur saxað fínt og þessu öllu blandað sam­an. Smakkað til með salti.
  2. Erp­ur parma­son rif­inn yfir af mik­illi gjaf­mildi. Erp­ur parma­son er ís­lensk­ur par­mes­an-ost­ur frá Erps­stöðum sem við erum að nota á Grill­markaðnum.
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert