Vínarschnitzel Jóhönnu Ploder

Allan borðbúnað á mynd má finna í versluninni Álfagulli á …
Allan borðbúnað á mynd má finna í versluninni Álfagulli á Standgötu 29 í Hafnarfirði. Hanna Andrésdóttir

Eg­ill Ploder full­yrti fyr­ir fram­an alþjóð í beinni út­send­ingu á söngv­akeppn­inni að vín­arsnitzel móður sinn­ar, Jó­hönnu Ploder, væri besti mat­ur í heimi.

Hann fór frek­ari fögr­um orðum um hinn aust­ur­ríska þjóðarrétt og við stóðumst ekki freist­ing­una og feng­um Jó­hönnu til að deila með okk­ur þess­ari goðsagna­kenndu upp­skrift.

Jó­hanna rek­ur versl­un­ina Álfagull í Hafnar­f­irði og tók gríðarlega vel í beiðni Mat­ar­vefjar­ins enda með af­brigðum ynd­is­leg. Hún seg­ir að schnitzel fyr­ir henni sé gert úr kálfa­kjöti en sé það ekki til hafi hún notað svína­kjöt í staðinn.

Hnífapörin eru frá Mikasa, diskur frá Bitz, glösin eru Riedel-glös …
Hnífa­pör­in eru frá Mikasa, disk­ur frá Bitz, glös­in eru Riedel-glös og all­ur ann­ar borðbúnaður er frá Álfagulli. Hanna Andrés­dótt­ir

Vín­arschnitzel Jó­hönnu Ploder

Vista Prenta

Vín­arschnitzel Jó­hönnu Ploder

Hrá­efni og magn:

  • Kálfa­kjöt ca. 500 gr.
  • Svína­feiti til steik­ing­ar. Feit­in þarf nán­ast að fljóta yfir sneiðar við steik­ingu.
  • 100 gr. hveiti
  • 1–2 egg 
  • ca 1/​2 dl mjólk 
  • Brauðrasp­ur úr al­vöru­brauði, fæst stund­um í baka­ríi
  • (best að gera sinn eig­in úr þurrkuðu súr­deigs­brauði og setja svo í mat­vinnslu­vél)  
  • Salt, pip­ar og paprikukrydd eft­ir smekk.

Gott að krydda með salti og pip­ar eft­ir steik­ingu.

Aðferð :

Snitzel barið með buff­hamri þar til að það er mátu­lega þunnt og skorið í hent­ug­ar sneiðar.

Gerið til­bún­ar 3 diska eða föt. 

  • Eitt fat með hveiti.
  • Annað með egg, mjólk og kryddi, sem er slegið sam­an með gaffli.
  • Þriðja fat með brauðraspi.

Hverri sneið fyr­ir sig er velt fyrst upp úr hveiti (til að eggja­hræra hald­ist bet­ur á) þá eggja­hræru og því næst brauðraspi. Þrýstið vel brauðraspi á schnitzelið en hristið var­lega  um­framra­spið af. 

Leggið sneiðar á disk/​fat og klárið all­ar sneiðar á sama hátt.

Setjið svína­feiti á góða pönnu og hitið vel. 

Schnitzel á að steikja við góðan hita og snúa því ca. 2 sinn­um á hvora hlið eða þar til schnitzelið er fal­lega gull­in­brúnt. 

Látið dropa af um­fram­feiti, schnitzel á að vera stökkt, ekki mjúkt. 

Gott að salta ör­lítið strax eft­ir steik­ingu.

Með schnitzeli er gott að hafa hrís­grjón og sal­at.

Við borðum helst „grænolíu­sal­at“ með schnitzel­inu okk­ar.

Grænolíu­sal­at

  • sirka tvö höfuð af fersku grænu sal­ati
  • 50 ml graskers­fræol­ía (kür­bisk­ernöl)
  • 1/​2 dl edik blandað við vatn 
  • 2 tsk. salt 

Sal­ati velt var­lega sam­an við graskers­fræol­íu og salt, þá fer ed­ik­blanda sam­an við. Veltið var­lega.

Sal­at þarf að gera rétt áður en borðað er.

Jóhanna Ploder.
Jó­hanna Ploder. Hanna Andrés­dótt­ir
Sonja Valdin og Egill Ploder í Söngvakeppninni en þar fullyrti …
Sonja Vald­in og Eg­ill Ploder í Söngv­akeppn­inni en þar full­yrti Eg­ill að ekk­ert væri betra en vín­arschnitzel móður sinn­ar. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert