Baileys-brjálæði sem bræðir hjörtu

mbl.is/Delish.com

Er ekki kom­inn tími á smá huggu­leg­heit um helg­ina? Mögu­lega full­orðins­ís sem er löðrandi í dá­sam­leg­heit­um í lík­ingu við Bai­leys – nú eða sam­bæri­lega lí­kjöra og kannski smá bjór.

Þessi upp­skrift er ákaf­lega am­er­ísk og í henni er not­ast við Guinn­ess-bjór. Það eru kannski ekki all­ir að elska það þannig að við leggj­um áherslu á sköp­un­ar­gleði hér. Til dæm­is viskí í staðinn eða kal­úa...

Bai­leys-brjálæði sem bræðir hjörtu

  • 6 kúl­ur af ís
  • 300 ml Guinn­ess
  • 120 ml Bai­leys
  • 60 ml heit súkkulaðisósa

Aðferð:

  1. Setjið þrjár kúl­ur af ís í hátt glas.
  2. Hellið helm­ingn­um af bjórn­um yfir.
  3. Hellið helm­ingn­um af Bai­leys yfir.
  4. Hellið helm­ingn­um af heitu súkkulaðisós­unni yfir.
  5. Berið strax fram og njótið vel.
Huggulegt og sjúklega bragðgott.
Huggu­legt og sjúk­lega bragðgott. mbl.is/​Del­ish.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka