Bernaise-sósa souse-vide að hætti Sverris

„Eina eggjarauðu á móti 100 g smjöri og tsk. af …
„Eina eggjarauðu á móti 100 g smjöri og tsk. af bernaise essens. Ég notaði bara þennan úr litlu flöskunum en ef maður er þannig innstilltur er sjálfsagt að búa hann til.“ mbl.is/aðsend

Sverr­ir Bolla­son, verk­fræðing­ur og mat­gæðing­ur, er frum­leg­ur við mat­seld­ina. Líkt og sönn­um verk­fræðingi sæm­ir er hann dug­leg­ur að nýta tæki, tól og aðferðafræði til að full­komna ár­ang­ur sinn. Sverr­ir eldaði guðdóm­legt lambaprime fyr­ir skemmstu en það var meðlætið sem skildi heim­il­is­fólkið eft­ir í sælu­vímu. 

Sverr­ir og mat­ar­klúbbur­inn hans Flott­ræf­ils­fé­lagið elduðu fyr­ir mat­gæðing­inn Al­bert Ei­ríks­son fyr­ir skemmstu. Hér má sjá þá dýrð.

Full­kom­in sou­se-vide bernaise 

„Eins og all­ir sem hafa reynt að verða góðir í eld­hús­inu þá þjá­ist ég af emúlsjóns-kvíða. Það er vegna þess að all­ar sós­ur sem ég geri úr eggj­ar­auðum skilja sig. Kannski er kvíðinn far­inn að skilja sós­urn­ar að einn og sér,“ seg­ir Sverr­ir sem þó neitaði að gef­ast upp því sós­ur eru jú lífið.  „Svo sá ég sá aðferð sem hent­ar ekk­ert smá vel með t.d. lamba­kjöts­steik því hún not­ar sous vide-græj­una.“

3 eggj­ar­auður
300 g smjör
3 tsk. bernaise es­sens
1 lúka estragon 

Ég trúði bara ekki að þetta hefði tek­ist. Maður set­ur sem sagt bara sósu­hrá­efnið í poka í vatnið í svona 20-30 mín. Hita­stigið ætti að vera á bil­inu 58-62° en alls ekki hærra en 65°. Þannig að það má kannski hækka aðeins á kjöt­inu síðustu 20 mín­út­urn­ar ef það er nær 55° í eld­un, eða nota tím­ann meðan kjötið er grillað og hvílt til að hita sósu­hrá­efnið.

Inni­haldi sósu­pok­ans er svo hellt í  skál sem gott er að nota töfra­sprota í og öllu þeytt sam­an með lúku af söxuðu estragoni. Voi­lá! Það verður til ljós, þykk og al­veg stöðug bernaise-sósa. Ekk­ert stress.“

Nuddið er lykillinn að mjúku og ljúffengu grænkálssalati.
Nuddið er lyk­ill­inn að mjúku og ljúf­fengu græn­kálssal­ati. mbl.is/​aðsend

Bernaise-sósa sou­se-vide að hætti Sverr­is

Vista Prenta

Guðdóm­legt græn­kálssal­at

„Græn­kálssal­atið velt­ur allt á und­ir­bún­ingn­um, það þarf að nudda það með salti og olíu minnst 20 mín. áður en það er borðað. Þá brotn­ar það aðeins niður og verður ekki eins gróft og stíft.“

Eitt knippi af græn­káli (3-4 stöngl­ar)
1 msk. olía
1 tsk. sjáv­ar­salt (í flög­um)
1/​2 rauðlauk­ur 
1 sítr­óna, saf­inn 
1 lít­il rauðrófa 
1 blóðapp­el­sína 
1 dl ristaðar val­hnet­ur 

Dress­ing:
1 msk. sítr­ónusafi
2 msk. olífu­olía 
1 tsk. hun­angssinn­ep 
1 msk. skarlott­lauk­ur, fínt saxaður 
1/​2 tsk. estragoni
hrist í krukku.

Græn­káli er nuddað með einni mat­skeið olíu og te­skeið af flögu­salti og látið standa í 20 mín. að lág­marki.

Ofan á græn­kálið set ég þunnt sneidd­an rauðlauk sem fær að liggja í sítr­ónusafa í svona kort­er. Með því að liggja þá fær hann betri stökka áferð og verður ekki eins beisk­ur.

Rif­in rauðrófa og blóðapp­el­sína í þunn­um sneiðum er klass­ískt kom­bó, hafa heilt stykki af hvoru á stærð við tenn­is­bolta. Til að gefa smá stökka áferð og þétt­ari keim set ég lúku af ristuðum val­hnet­um yfir.

Dress­ing­in er ein­föld vína­gretta: sítr­ónusafi (1 hl), ólífu­olía (2 hl), tsk. af hun­angs­dijon sinn­epi og fínt söxuð skallotta, kryddað með 1/​2 tsk. estragoni og svo hrist í krukku.

Þessa mynd tók Albert af Sverri við eldamennsku í vetur.
Þessa mynd tók Al­bert af Sverri við elda­mennsku í vet­ur. mbl.is/​Al­berteld­ar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert