Syndsamleg sítrónukaka

mbl.is/Olive and Artisan

Það er fátt betra á bragðið en sítr­ónukaka og þegar við rák­umst á þessa upp­skrift var ekki annað hægt en að súpa hvelj­ur af hrifn­ingu og prófa. Kak­an er sér­lega stór­kost­leg fyr­ir þær sak­ir að hún er hvít og bragðast eins og sítr­óna. En svona grín­laust þá eru kök­ur sem þess­ar virki­lega fal­leg­ar á veislu­borðið og eru mun ein­fald­ari en marg­ur held­ur.

Gald­ur­inn er að hjúpa tvisvar með smjörkrem­inu en ef þið viljið fá ít­ar­leg­ar út­skýr­ing­ar ger­ir Berg­lind Hreiðars það ein­stak­lega vel hér:

Kök­una fund­um við á upp­skrift­asíðu sem heit­ir Oli­ve and Artis­an en það er mat­ar­blogg­ar­inn Karlee Flor­es sem held­ur úti þeirri síðu sem er afar fal­leg.

Synd­sam­leg sítr­ónukaka

Vista Prenta

Synd­sam­leg sítr­ónukaka

Kaka:

  • 1 bolli smjör
  • 2 boll­ar syk­ur
  • 2 tsk. vanilla
  • rif­inn börk­ur af einni stórri sítr­ónu
  • 6 eggja­hvít­ur
  • 3 boll­ar hveiti
  • 1/​2 tsk. salt
  • 1 msk. lyfti­duft
  • 1 bolli mjólk

Smjörglassúr (e. curd):

  • safi úr 1 stórri sítr­ónu
  • safi úr 1/​2 greipald­in
  • safi úr 1 blóðapp­el­sínu
  • 1 1/​2 bolli syk­ur
  • 3 egg
  • 115 gr. smjör

Smjörkrem:

  • 2 boll­ar smjör
  • 2 tsk. vanilla
  • 900 gr. flór­syk­ur
  • 2-4 msk. rjómi

Hvíta súkkulaði ganache-ið

  • 1/​3 bolli rjómi
  • 1 msk. hvít­ur mat­ar­lit­ur
  • 1 bolli hvítt hjúpsúkkulaði

Skreyt­ing­ar:

  • fersk blóm
  • hvítt köku­skraut
  • 24K gull-lauf­blauð til skreyt­inga 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður og smyrjið þrjú 20 sm form. Smjörið skal vera við stofu­hita. Þeytið það sam­an við syk­ur þar til loft­mikið og ægi­lega fínt. Bætið þá við vanillu og sítr­ónu­berki. Síðan skal bæta við eggja­hvít­un­um og hræra þar til full­blandað.
  2. Í aðra skál skal sigta hveiti, salt og lyfti­duft. Blandið sam­an við smjör­blönd­una. Hrærið ró­lega sam­an. Deilið deig­inu jafnt í köku­formin þrjú. Bakið í 30-35 mín­út­ur.
  3. Smjörglassúr­inn: Þeytið sítrus-saf­ana sam­an við egg­in og syk­ur­inn þar til vel blandað. Setjið í pott og hitið þar til syk­ur­inn er upp­leyst­ur. Skerið smjörið í litla bita og bætið sam­an við blönd­una. Pískið smjörið sam­an við og látið malla í pott­in­um þar til bland­an er far­in að þykkna. Lækkið hit­ann ef suða kem­ur upp. Þegar bland­an er orðin nægi­lega þykk skal setja hana í skál og setja plast­filmu yfir. Kælið í tvær klukku­stund­ir.
  4. Smjörkremið: Þeytið smjörið og vanill­una sam­an. Bætið flór­sykr­in­um ró­lega sam­an við. Haldið áfram að hræra þar til bland­an er orðin silkimjúk og slétt. Bætið því næst einni mat­skeið af rjóma við, því næst ann­arri þar til kemið hef­ur öðlast þá áferð sem þú vilt. Látið hræri­vél­ina hræra í góða stund.
  5. Ganache-ið: Bræðið hvíta súkkulaðið eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um sam­an við rjómann og mat­ar­lit­inn. Mark­miðið hér er að bland­an ætti að vera það þunn/þ​ykk að hún renn­ur ró­lega niður hliðarn­ar á kök­unni og nær að storkna á leiðinni. Ef bland­an er of þunn lek­ur hún alla leið niður á kökudisk­inn en ef hún er of þykk lek­ur hún bara ekki neitt.
  6. Setjið kök­una sam­an með því að setja smjörglassúr­inn á milli laga. Hjúpið kök­una með smjörkremi en gerið það í tvennu lagi. Fyrst til að loka henni en eft­ir það er gott að stinga henni í kæli í smá stund til að kremið harðni. Því næst skal hjúpa hana aft­ur með smjörkremi en kak­an verður áferðarfallegri sé þetta gert í tvennu lagi eins og hér er lýst.
  7. Þegar kak­an er til­bú­in skal láta ganache-ið leka niður hliðarn­ar og að lok­um skal skreyta eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um.
mbl.is/​Oli­ve and Artis­an
mbl.is/​Oli­ve and Artis­an
mbl.is/​Oli­ve and Artis­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka