Brauðbollurnar hennar Berglindar

Ljúffengar og fljótlegar.
Ljúffengar og fljótlegar. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Þess­ar brauðboll­ur eru til há­bor­inn­ar fyr­ir­mynd­ar enda ákaf­lega vin­sæl­ar. Boll­ur sem þess­ar er gott að baka í miklu magni og frysta. Sjálf seg­ir Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is sem bakaði boll­urn­ar að hún frysti þær og hiti þær síðan aft­ur í ofn­in­um þegar hún hyggst borða þær og þá verði þær eins og nýbakaðar. Best­ar séu þær með smjöri og osti.

Brauðbollurnar hennar Berglindar

Vista Prenta

Skóla­boll­ur

  • 120 gr smjör
  • 3,5 dl mjólk
  • 1 pk þurr­ger
  • 1 dl púður­syk­ur
  • 640 gr heil­hveiti
  • ½ tsk salt
  • 2 dl fimm korna blanda
  • Egg til pensl­un­ar

Aðferð:

  1. Bræðið smjör við væg­an hita og hitið mjólk­ina út í þar til ylvolgt (passa að hita ekki of mikið til að drepa ekki gerið). Blandið þurr­ger­inu í volga blönd­una og og leyfið að gerj­ast í nokkr­ar mín­út­ur.
  2. Setjið öll þur­refn­in sam­an í hræri­vél­ar­skál­ina og hellið mjólk­ur­blönd­unni sam­an við og hnoðið með krókn­um. Stund­um þarf að bæta smá meira af heil­hveiti sam­an við en best er að reyna að vinna deigið eins blautt og hægt er fyr­ir hef­un því þá verður auðveld­ara að hnoða það í boll­ur.
  3. Hjúpið skál með matarol­íu og veltið deig­inu upp úr henni, setjið því næst rak­an klút/​plast­filmu yfir skál­ina og leyfið deig­inu að hef­ast í um 45 mín­út­ur.
  4. Hnoðið í boll­ur (c.a 20-22 stk), raðið á bök­un­ar­papp­ír, setjið klút­inn aft­ur yfir og leyfið að hef­ast í um 30 mín­út­ur.
  5. Hitið ofn­inn 220°C, penslið boll­urn­ar með eggi og bakið í um 10 mín­út­ur eða þar til boll­urn­ar verða gyllt­ar.
Sniðugar í nestið.
Sniðugar í nestið. mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert