Unaðslegur, já ég segi unaðslegur ítalskur fiskréttur!

Ítalskur þorskur er gúmmelaði sem sameinar holl hráefni en djúsí …
Ítalskur þorskur er gúmmelaði sem sameinar holl hráefni en djúsí útkomu. Sleikið diskinn, lífið er stutt! mbl.is/TM

Í vikunni langaði mig í djúsí fiskrétt undir ítölskum áhrifum. Hollan mat en þó með smá ostatryllingi. Útkoman var vægast sagt ljúffeng. Diskar voru sleiktir og andvörp löng.

Þorskur í ítalskri sósu með basil og furuhnetum

Fyrir 4
  • 800 g þorskhnakkar
  • 2 gulrætur
  • ½ laukur
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 dós heilir cherry-tómatar
  • 2 msk. ítalskt krydd
  • 1 dl fersk basilíka
  • ½ tsk salt (ég nota parmesan salt frá Nicolas Vahé)
  • 1/3 tsk. pipar
  • 60 g rifinn ostur
  • 3 msk. rjómaostur
  • 2 msk. furuhnetur
  • 5 stk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á grill og 200 gráður.
  2. Hitið 1 msk. af olíu í steypujárnspotti eða pönnu, best er að nota slíkan pott svo hann geti farið beint inn í ofn. Saxið laukinn, gulræturnar og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til hann fer að mýkjast. Hellið tómötunum út í pottinn ásamt 1 msk. af ítalska kryddinu og 1 dl af saxaðri ferskri basilíku.
  3. Látið malla í 10 mínútur og slökkvið svo undir pottinum. Smellið svo þorskbitunum ofan á sósuna og saltið og piprið fiskinn. Setjið 1 msk. af ítölsku kryddi ofan á fiskinn.
  4. Setjið rifinn ost, rjómaost og furuhnetur nokkuð jafn yfir fiskinn fagra. Að lokum koma saxaðir sólþurrkaðir tómatar yfir og herlegheitin eru höfð í ofninum í 12-15 mínútur eftir þykkt fisksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert