Gómsæt hollustusprengja frá Hafsteini Ólafssyni

Hvernig er hægt að standast þessa dássemd?
Hvernig er hægt að standast þessa dássemd? Haraldur Jónasson/Hari

Meist­ara­kokk­ur­inn Haf­steinn Ólafs­son á Sumac tek­ur hér þátt í hinni rómuðu áskor­un Fimm eða færri. Hér ræður naum­hyggj­an og hug­kvæmni Haf­steins ríkj­um og ef­laust marg­ir sem munu hoppa hæð sína af gleði yfir þess­um bráðholla og góm­sæta rétti.

Eins og vera ber skor­ar Haf­steinn á Garðar Aron Guðbrands­son á Mat­húsi Garðarbæj­ar og við bíðum að sjálf­sögðu spennt eft­ir því hvað hann galdr­ar fram.
Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður.
Haf­steinn Ólafs­son mat­reiðslumaður. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

Gómsæt hollustusprengja frá Hafsteini Ólafssyni

Vista Prenta

Grilluð rauðrófa, val­hnetu­salsa og geita­ost­ur

  • 1 stk rauðrófa
  • Olía
  • salt

Rauðróf­an er pökkuð inn í álp­app­ír með smá olíu og salti og bökuð á 180°c í 2 klst. Eft­ir eld­un er gott að leyfa aðeins að rjúka af henni áður en hún er skor­inn og svo grilluð ( líka hægt að steikja hana á pönnu)

Val­hnetu salsa

  • 150 gr. val­hnet­ur
  • 1 stk shallott lauk­ur
  • 1 stk rauður chilli
  • 1 stk sítr­óna
  • Kori­and­er
  • Salt
  • Pip­ar
  • hun­ang
  • Olífu­olía

Val­hnet­urn­ar eru ristaðar í ofni á 150°c í 15 min. Og svo gróf hakkaðar. Shallott lauk­ur­inn, chilli og kori­and­er saxað fínt og blandað við val­hnet­urn­ar  svo er börk­ur­inn og saf­inn blandað við svo smakkað til með salti, pip­ar, hun­angi og olífu­olíu.

Geita­ost­ur

Geita­ost­ur­inn er svo rif­inn yfir með fínu rif­járni.

Hægt að bera fram sem rétt eða sem meðlæti

Sérlega bragðgóður réttur sem Hafsteinn segir að passi bæði sem …
Sér­lega bragðgóður rétt­ur sem Haf­steinn seg­ir að passi bæði sem for­rétt­ur og meðlæti. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Hafsteinn Ólafsson þykir sérlega flinkur enda Kokkur Íslands 2017.
Haf­steinn Ólafs­son þykir sér­lega flink­ur enda Kokk­ur Íslands 2017. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Geitaosturinn rifinn yfir.
Geita­ost­ur­inn rif­inn yfir. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert