Surf & Turf með vinkonunum

Þessar fallegu steikur slógu í gegn hjá vinkonunum.
Þessar fallegu steikur slógu í gegn hjá vinkonunum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Mat­ar­vef­ur­inn fékk krydd­sér­fræðing­inn Auði Rafns­dótt­ur til að deila einni af sinni upp­á­halds­grillupp­skrift­um sem hún eld­ar gjarn­an eft­ir handa vin­kon­un­um.

„Að þessu sinni ákváðum við vin­kon­urn­ar að grilla T-bone-steik­ur og ris­arækj­ur. Surf & Turf-mat­seðill­inn varð vin­sæll í Banda­ríkj­un­um upp úr 1960, um er að ræða mat­seðil með bæði fisk- og kjöt­meti.“

Surf & Turf með vinkonunum

Vista Prenta

T-bone-steik

Sirka 200 g á mann. „Það er ekk­ert stór­kost­legra en að kom­ast yfir flott­ar og þykk­ar T-bone-steik­ur, en það er lund og fill­et á beini, mjög bragðmik­il steik.“

Aðferð:

  1. Steik­urn­ar voru tekn­ar úr ís­skáp 3 klst. fyr­ir eld­un og leyft að ná stofu­hita, penslaðar klst. fyr­ir eld­un með trufflu mar­in­er­ingu frá kjöt­búðinni á Grens­ási og grillaðar við háan hita í 2,5 mín­út­ur og síðan snúið í 90 gráður til að fá kross­grill­rönd­ina og áfram í 2,5 mín­út­ur og end­ur­tekið á hinni hliðinni sem gerði 55° kjarn­hita eða medi­um rare.
  2. Að því loknu voru steik­urn­ar tekn­ar af grill­inu, álp­app­ír sett­ur yfir og þær látn­ar standa í 15 mín­út­ur.
  3. At­hugið að grill­tím­inn ræðst nokkuð af því hversu heitt grillið verður, hversu þykk­ar steik­urn­ar eru og hvernig þið viljið þær steikt­ar.

Mar­in­eraðar ris­arækj­ur, græn­meti og sal­at:

  • 20-30 ris­arækj­ur
  • 2 haus­ar Romain-sal­at, gróft skorið (hægt að nota hvaða sal­at sem er)
  • 20 litl­ir tóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • 1 app­el­sínu­gul paprika, gróft skor­in
  • 1 rauðlauk­ur, gróft skor­inn
  • 5 gul­ræt­ur, gróft skorn­ar
  • 10 stk. asp­as, gróft skor­inn 

Mar­in­er­ing:

  • 3 dl. kryd­d­jurta­ol­ía (eða hvaða olía sem er)
  • ½ lime, saf­inn
  • 1 dl. ferskt or­egano, smátt saxað
  • 1 msk. hun­ang
  • 2 tsk. grill­krydd frá Krydd- og tehús­inu­salt
  • pip­ar 

Aðferð:

  1. Bæði rækj­ur og græn­meti er mar­in­erað í klukku­tíma.
  2. Græn­metið, allt nema sal­atið er eldað í ofni í ca. 15 mín­út­ur og svo látið kólna.
  3. Rækj­urn­ar eru eldaðar í ofni í ca. 5-8 mín­út­ur og svo látn­ar kólna.
  4. Öllu er blandað vel sam­an í stóra skál og af­gang­in­um af mar­in­er­ingu helt yfir eft­ir smekk.

Chimichurri-sósa : Salsa frá Arg­entínu og Uruguay.

Laus­leg þýðing: „a mixt­ure of sever­al things in no particul­ar or­der“

Marg­ir setja allt í mix­er og blanda þannig öll­um hrá­efn­un­um sam­an.. Það ger­ir maður ekki með Chimichurri.

Allt hrá­efnið í Chimichurri er saxað smátt niður með beitt­um hníf með ást og um­hyggju, sett í skál, hrært sam­an og látið standa við stofu­hita – það er þá sem töfr­arn­ir ger­ast.

Chimichurri fyr­ir 2-4

  • 1 búnt stein­selja – skera af mest af stöngl­in­um
  • 4-8 grein­ar ferskt or­egano – hreinsa blöðin af stöngl­in­um
  • 4-8 hvít­lauks­geir­ar
  • ¾ boll­ar ólívu­olía
  • ¼ bolli rauðvín­se­dik
  • 1 sítr­óna, saf­inn
  • 1-2 msk. skalott­lauk­ur eða rauðlauk­ur
  • 1 tsk. þurrkað or­egano
  • 1 tsk. svart­ur pip­ar
  • ½ tsk. maldon-salt
  • ½-1 msk. hun­ang eða aga­ve-síróp eft­ir smekk
  • ½ til 1 tsk. mul­inn chilli – lít­ill þurrkaður chilli sem keypt­ur er í Asíu­búð, sett­ur heill í mat­vinnslu­vél og saxaður í smátt – þá færðu al­vöru eld á var­irn­ar (annað er ekki chilli). 

Chimichurri þarf að standa í alla­vega 8 klukku­tíma til að brotna niður. Það má smakka sig áfram, dash af salti, svört­um pip­ar eða sætu.

Ef hún stend­ur yfir nótt að láta hana þá standa í ís­skáp.

Ferskt og fallegt hráefni í salatið.
Ferskt og fal­legt hrá­efni í sal­atið. mbl.is/ Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Eftir að rækjurnar og grænmetið hefur kólnað er því blandað …
Eft­ir að rækj­urn­ar og græn­metið hef­ur kólnað er því blandað sam­an. mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Steikin er svo skorin lekkert á disk og borin fram …
Steik­in er svo skor­in lekk­ert á disk og bor­in fram með sal­at­inu. mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Diskarnir sumarlegu eru frá Indisku í Kringlunni.
Disk­arn­ir sum­ar­legu eru frá Indisku í Kringl­unni. mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert