Vandræðalega góð kjúklingasúpa

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Kjúk­lingasúp­ur eru í upp­á­haldi hjá mörg­um enda ein­stak­lega góðar - séu þær rétt gerðar - og svo þægi­leg­ar og yf­ir­leitt holl­ar. Að því sögðu þá kynn­um við til leiks þessa helgar­stjörnu sem kem­ur úr smiðju Svövu Gunn­ars á Ljúf­meti.is. Súp­an er tæl­ensk sem í miklu upp­á­haldi hér á landi.

Súp­an er mat­ar­mik­il og bráðholl. Fullt af hrá­efni en samt nokkuð borðliggj­andi hvernig á að gera hana og því ætti hún að vera á hvers manns færi.

Vandræðalega góð kjúklingasúpa

Vista Prenta

Tæl­ensk núðlusúpa með kjúk­lingi

  • 2 msk ólífu­olía
  • 2 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 lauk­ur, hakkaður
  • 2 gul­ræt­ur, skorn­ar í sneiðar
  • 3 msk rautt karrýmauk
  • 1 msk ferskt rifið engi­fer
  • 4 hvít­lauksrif, pressuð
  • 2 dós­ir kó­kos­mjólk
  • 1 líter vatn
  • 2 kjúk­linga­ten­ing­ar
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk fiskisósa
  • 1 tsk mulið kaff­ir lime
  • 2 msk púður­syk­ur
  • 1/​2 msk basilika
  • 1 tsk salt
  • 1/​2 tsk pip­ar
  • 1 rauð paprika
  • 2-3 dl blóm­kál
  • 1 lít­il sæt kart­afla
  • 100 g hrís­grjónanúðlur
  • 1- 1,5 tsk sriracha
  • kóri­and­er
  • lime
  • salt­hnet­ur

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið kjúk­ling­inn í um 2 mín­út­ur á hvorri hlið (það þarf ekki að elda hann í gegn, held­ur bara að brúna hann). Takið kjúk­ling­inn af pönn­unni og leggið til hliðar.

Hitið 1 msk af olíu í rúm­góðum potti yfir miðlungs­há­um hita. Setjið gul­ræt­ur og lauk í pott­inn og mýkið í 3 mín­út­ur. Bætið karrýmauki, engi­fer og hvít­lauki í pott­inn og steikið áfram í 2 mín­út­ur. Setjið kjúk­ling­inn í pott­inn ásamt kó­kos­mjólk, vatni, kjúk­linga­ten­ing­um, sojasósu, fiskisosu, kaff­ir lauf­um, púður­sykri, basiliku, salti og pip­ar. Látið suðuna koma upp og látið sjóða við væg­an hita í 15 mín­út­ur.

Takið kjúk­ling­inn aft­ur úr pott­in­um og látið hann kólna aðeins þannig að hægt sé að skera eða rífa hann í sund­ur. Bætið papriku, blóm­káli og sætri kart­öflu í pott­inn og látið sjóða í 5-8 mín­út­ur, eða þar til græn­metið er orðið mjúkt. Bætið núðlun­um í pott­inn og sjóðið áfram eft­ir leiðbein­ing­um á pakka. Setjið rif­inn /niður­skor­inn kjúk­ling­inn í súp­una og smakkið súp­una til með sriracha og li­mes­afa.

Berið súp­una fram með kóri­and­er, li­mesneiðum og salt­hnet­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert