Lágkolvetna-brownies sem bragð er af

mbl.is/Delish
Þessi upp­skrift hef­ur notið mik­illa vin­sælda er­lend­is og við erum virki­lega spennt fyr­ir henni. „Ætli þetta sé gott?“ spyrja marg­ir sig og sam­kvæmt hinu al­vitra neti er það víst.
Eitt er víst að ketó-ist­ar ættu að taka gleði sína enda er þetta af­burðaupp­skrift hvað það varðar og nán­ast kol­vetnalaus. Því fagna marg­ir en endi­lega látið okk­ur vita hvernig ykk­ur gekk að baka og hvort upp­skrift­in hafi slegið í gegn.

Lágkolvetna-brownies sem bragð er af

Vista Prenta
Ketó-brownies sem bragð er af
  • 4 stór egg
  • 2 þroskuð avóka­dó
  • 55 g smjör, brætt
  • 6 msk. hnetu­smjör, ósætt
  • 2/​3 bolli kó­kos­hnetu­syk­ur
  • 2/​3 bolli kakó­duft
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt + og auka til að sáldra yfir kök­una áður en hún fer inn í ofn.
Aðferð:
  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður og setjið smjörpapp­ír í form sem er sirka 20 x 20 sm. Setjið öll hrá­efn­in í mat­vinnslu­vél og blandið uns silkimjúkt.
  2. Setjið deigið í formið og sléttið vel úr með sleif. Stráið sjáv­ar­salt­inu yfir.
  3. Bakið í 20-25 mín­út­ur og kælið síðan í jafn­lang­an tíma áður en þið berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert