Fljótlegt pastasalat með parmesan og spínati

Grinilegt og fljótlegt pastasalat.
Grinilegt og fljótlegt pastasalat. mbl.is/Kristinn Magnússon

Linda Björk Ingimars­dótt­ir mat­gæðing­ur Mat­ar­vefs­ins mæl­ir með þessu létta og góða pasta­sal­ati hvort sem er í veisl­una, kvöld­mat eða sem nesti. 

„Þetta sal­at er létt og sér­lega gott, það er snilld í sauma­klúbb­inn og í nesti í vinn­una. Það hafa marg­ir prufað ætiþystal- og spínat ídýfu og er hún hug­mynd­in fyr­ir þetta sal­at.  Rétt­ur­inn er aðeins létt­ari en ídýf­an þar sem eng­inn rjóma­ost­ur er í hon­um og spínatið er ferskt sem ger­ir sal­atið extra ferskt, einnig er hægt að nota nán­ast hvaða pasta sem er, hvort sem er klassiskt, heil­hveiti eða glút­en­laust. Gott er að fá sér gott súr­deigs­brauð og glas að köldu hvít­víni með. Sum­ar­legt, ein­fallt og sér­stak­lega bragðgott.“

Fljótlegt pastasalat með parmesan og spínati

Vista Prenta

Pasta­salt með ætiþystl­um og spínati

500 gr upp­á­halds pasta t.d. slauf­ur, fusilli eða penne
1 bolli grísk jóg­úrt
1/​3 bolli maj­ónes
Safi úr ½ sítr­ónu
1 saxaður hvít­lausk­geiri
1 ½ tsk ít­ölsk krydd­blanda
½ tsk af chili­f­lög­um
2 krukk­ur af ætiþystl­um (ég nota frá Jamie Oli­ver)
½ poki af fersku spínati jafn­vel meira ef þið viljið
2 vor­lauk­ar saxaði smátt
½ bolli rif­inn par­mes­an með fínu járni
salt og pip­ar eft­ir smekk
Basil­lauf, skorið niður til að skreyta með

Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um, hellið vatn­inu af þegar það er til­búið, setjið í stóra skál og hellið yfir ör­lítið af ólífu­olíu til að það fest­ist ekki sam­an

Skerið ætiþysl­ana niður og vor­lauk­inn blandið sam­an við pastað

Í skál setjið gríska jóg­úrt, maj­ónes, hvít­lauk, krydd­in, sítr­ónusafa, par­mes­an og blandið vel sam­an með gaffli, kryddið með salt og pip­ar eft­ir smekk

Hellið sós­unni yfir  pastað ásamt spínatinu og blandað vel sam­an

Skreytið með basil og rífið vel yfir af par­mes­an og njótið í góðum fé­lags­skap.

Það má vel bæta við kjúklingi til að gera salatið …
Það má vel bæta við kjúk­lingi til að gera sal­atið mat­ar­meira. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert