Fljótlegt pastasalat með parmesan og spínati

Grinilegt og fljótlegt pastasalat.
Grinilegt og fljótlegt pastasalat. mbl.is/Kristinn Magnússon

Linda Björk Ingimarsdóttir matgæðingur Matarvefsins mælir með þessu létta og góða pastasalati hvort sem er í veisluna, kvöldmat eða sem nesti. 

„Þetta salat er létt og sérlega gott, það er snilld í saumaklúbbinn og í nesti í vinnuna. Það hafa margir prufað ætiþystal- og spínat ídýfu og er hún hugmyndin fyrir þetta salat.  Rétturinn er aðeins léttari en ídýfan þar sem enginn rjómaostur er í honum og spínatið er ferskt sem gerir salatið extra ferskt, einnig er hægt að nota nánast hvaða pasta sem er, hvort sem er klassiskt, heilhveiti eða glútenlaust. Gott er að fá sér gott súrdeigsbrauð og glas að köldu hvítvíni með. Sumarlegt, einfallt og sérstaklega bragðgott.“

Pastasalt með ætiþystlum og spínati

500 gr uppáhalds pasta t.d. slaufur, fusilli eða penne
1 bolli grísk jógúrt
1/3 bolli majónes
Safi úr ½ sítrónu
1 saxaður hvítlauskgeiri
1 ½ tsk ítölsk kryddblanda
½ tsk af chiliflögum
2 krukkur af ætiþystlum (ég nota frá Jamie Oliver)
½ poki af fersku spínati jafnvel meira ef þið viljið
2 vorlaukar saxaði smátt
½ bolli rifinn parmesan með fínu járni
salt og pipar eftir smekk
Basillauf, skorið niður til að skreyta með

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, hellið vatninu af þegar það er tilbúið, setjið í stóra skál og hellið yfir örlítið af ólífuolíu til að það festist ekki saman

Skerið ætiþyslana niður og vorlaukinn blandið saman við pastað

Í skál setjið gríska jógúrt, majónes, hvítlauk, kryddin, sítrónusafa, parmesan og blandið vel saman með gaffli, kryddið með salt og pipar eftir smekk

Hellið sósunni yfir  pastað ásamt spínatinu og blandað vel saman

Skreytið með basil og rífið vel yfir af parmesan og njótið í góðum félagsskap.

Það má vel bæta við kjúklingi til að gera salatið …
Það má vel bæta við kjúklingi til að gera salatið matarmeira. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert