Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno-jógúrtsósu

Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið.
Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi rétt­ur er hinn full­komni kvöld­verður. Auðveld­ur, bragðgóður og eitt­hvað sem all­ir í fjöl­skyld­unni geta borðað þrátt fyr­ir ólík­ar mein­ing­ar. 

Það er Berg­lind Guðmunds­dótt­ir á Gul­ur, rauður, grænn og salt sem á heiður­inn að upp­skrift­inni en eins og all­ir vita er hún al­gjör meist­ari í eld­hús­inu.

Sjálf seg­ir hún að rétt­ur­inn sé of­ur­ein­fald­ur, fljót­leg­ur og dá­sam­lega bragðgóður en það sé jóg­úrtsós­an sem setji punkt­inn yfir i-ið. Hún bar rétt­inn fram með hrís­grjón­um, góðu sal­ati og nachosi sem vakti storm­andi lukku.

Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno-jógúrtsósu

Vista Prenta

Kjúk­lingatortill­ur með sæt­kart­öfl­um og jalapeno-jóg­úrtsósu

Kjúk­lingatortilla með sæt­um kart­öfl­um og jalapeno-jóg­úrtsósu
Fyr­ir 4

  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 1 lít­il sæt kart­afla, skor­in í bita
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð
  • 600 g kjúk­ling­ur
  • 1 tsk. cum­in (ath ekki kúmen)
  • 1 tsk. chili-duft
  • salt og pip­ar
  • 1/​2 búnt kórí­and­er, saxað
  • feta­ost­ur í kryddol­íu, t.d. frá Mjólku
  • 1 dós svart­ar baun­ir, vökvi síaður frá
  • rif­inn ost­ur
  • tortilla


Jalapeno-jóg­úrtsósa

  • 240 ml AB-mjólk, t.d. frá Mjólku
  • 1 jalapeno, fræhreinsað og saxað
  • safi úr 1 lime
  • sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnu. Þegar hún er orðin heit látið lauk og sæt­ar kart­öfl­ur þar út á og steikið í um 5 mín­út­ur eða þar til lauk­ur­inn er byrjaður að fá gyllt­an lit. Bætið hvít­lauk út á pönn­una og steikið í nokkr­ar sek­únd­ur. Bætið kjúk­lingi út á pönn­una og steikið í 5-8 mín­út­ur eða þar til hann er eldaður í gegn.
  2. Bætið chili-kryddi, cum­in og salt og pip­ar sam­an við. Setjið 120 ml af vatni út á pönn­una og látið malla þar til vatnið er uppgufað. Hrærið af og til meðan á suðunni stend­ur. Takið af pönn­unni og bætið kórí­and­er og svört­um baun­um sam­an við.
  3. Raðið blönd­unni á tortill­urn­ar. Setjið feta­ost og rif­inn ost yfir og rúllið upp. Setjið rif­inn ost yfir tortill­urn­ar. Setjið inn í ofn og bakið við 180°C í um 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað.
  4. Gerið jóg­úrtsós­una með því að blanda AB-mjólk, jalapeno, límónusafa og salti sam­an í mat­vinnslu­vél og blanda vel sam­an.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert